Fara í efni

Menntamálaráðuneyti staðfestir stjórnvald bæjarstjórnar Seltjarnarness í málefnum grunnskóla.

Menntamálaráðuneytið sendi 16. febrúar sl. frá sér bréf um valdsvið foreldraráðs grunnskóla. Bréfið er svar við ósk foreldraráðs Mýrarhúsaskóla um úrskurð ráðuneytisins um umsagnarrétt ráðsins í tengslum við sameiningu yfirstjórnar grunnskóla Seltjarnarnesbæjar er samþykkt var í bæjarstjórn í október sl. Í svarinu felst að ráðuneytið telur að bæjarstjórn hafi ekki brotið á rétti foreldraráðs, enda sé hlutverk slíkra ráða að vera vettvangur til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi innihald og áherslur í starfi skólans og skipulagi skólahalds á framfæri við stjórn skólans. Ráðuneytið segir mikilvægt að gera greinarmun annars vegar á hlutverki og umsagnarrétti foreldraráða um innra starf viðkomandi skóla og hins vegar hlutverki bæjar- og sveitarstjórna sem marka heildarstefnu fyrir rekstur sveitarfélaga og hvernig skipulagi hinna lögbundnu verkefna þeirra skuli háttað. Í bréfinu áréttar ráðuneytið að gildandi grunnskólalög gera ráð fyrir mikilvægu hlutverki foreldraráða við framkvæmd skólahalds en einnig sé óhjákvæmilegt að taka mið af því að ábyrgð á rekstri og framkvæmd grunnskólans liggi hjá bæjar- eða sveitarstjórnum samkvæmt grunnskólalögum.

Menntamálaráðuneytið sendi 16. febrúar sl. frá sér bréf um valdsvið foreldraráðs grunnskóla. Bréfið er svar við ósk foreldraráðs Mýrarhúsaskóla um úrskurð ráðuneytisins um umsagnarrétt ráðsins í tengslum við sameiningu yfirstjórnar grunnskóla Seltjarnarnesbæjar er samþykkt var í bæjarstjórn í október sl. Í svarinu felst að ráðuneytið telur að bæjarstjórn hafi ekki brotið á rétti foreldraráðs, enda sé hlutverk slíkra ráða að vera vettvangur til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi innihald og áherslur í starfi skólans og skipulagi skólahalds á framfæri við stjórn skólans. Ráðuneytið segir mikilvægt að gera greinarmun annars vegar á hlutverki og umsagnarrétti foreldraráða um innra starf viðkomandi skóla og hins vegar hlutverki bæjar- og sveitarstjórna sem marka heildarstefnu fyrir rekstur sveitarfélaga og hvernig skipulagi hinna lögbundnu verkefna þeirra skuli háttað. Í bréfinu áréttar ráðuneytið að gildandi grunnskólalög gera ráð fyrir mikilvægu hlutverki foreldraráða við framkvæmd skólahalds en einnig sé óhjákvæmilegt að taka mið af því að ábyrgð á rekstri og framkvæmd grunnskólans liggi hjá bæjar- eða sveitarstjórnum samkvæmt grunnskólalögum.

Í bréfi foreldraráðs segir að foreldraráðum grunnskóla Seltjarnarness hafi ekki verið kynnt tillaga meirihluta bæjarstjórnar um að gera grunnskólana, Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla, að sameiginlegri fag- og rekstrareiningu. Þannig hafi ráðin ekki getað tjáð sig um tillöguna áður en hún var samþykkt. Í erindi foreldraráðs segir jafnframt að grunnskólalög og bréf frá ráðuneytinu um valdsvið foreldraráða ekki taka á ótvíræðan hátt á því hvort sveitarstjórn beri að leita umsagnar foreldraráða í máli sem þessu.

Í svari menntmálaráðuneytis er ósk foreldraráðsins um úrskurð vísað frá og í því sambandi vísað til grunnskólalaga þar sem kveðið sé á um hlutverk foreldraráða og skólanefnda. Þar segi að allur rekstur almennra grunnskóla sé á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga en að skólanefnd skuli sjá um að öll skólaskyld börn í skólahverfinu njóti lögboðinnar fræðslu. Skólanefnd skuli staðfesta áætlun um starfstíma nemenda ár hvert og fylgjast með framkvæmd náms og kennslu í skólahverfinu. Samkvæmt grunnskólalögum sé hlutverk foreldraráða fyrst og fremst vera formlegur vettvangur til að koma sjónarmiðum foreldra varðandi innihald og áherslur í starfi skólans og skipulagi skólahalds á framfæri við stjórn skólans. Foreldraráð skuli fá áætlanir um skólahald til umsagnar og þar sé átt við t.d. áform um skólabyggingar, viðhald og aðrar framkvæmdir, búnað skóla og skólaakstur. Einnig sé þar um að ræða skólanámskrár en þær fjalla um atriði sem varða innra starf skóla s.s. skipulag náms og kennslu, skólareglur, félagslíf í skólanum og slíkt.

Að auki vísar ráðuneytið einnig til sveitarstjórnarlaga en þar segir að stjórnvaldsákvörðun sveitarfélags, eða aðrar ákvarðanir sem teknar eru af sveitarstjórn tengdar rekstri grunnskólans, sæti ekki kæru til ráðherra nema fyrir hendi sé lagaheimild til þess. Slík kæruheimild sé ekki fyrir hendi og því vísar ráðuneytið ósk um úrskurð frá.

Að lokum bendir ráðuneytið á að umsagnarréttur og aðkoma foreldraráða verði virkur við framkvæmd skólahalds í sameinuðum grunnskóla í tengslum við gerð skólanámskrár og gerð annarra áætlana sem varða skólahaldið.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?