Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
16.07.2004

Sjö umsækjendur um skólastjórastöðu

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla rann út miðvikudaginn 25. febrúar sl. Alls sóttu sjö um stöðuna en þeir eru:

16.07.2004

Ný fimleikastökkbraut í íþróttahúsi Seltjarnarness

Í síðasta mánuði var keypt ný stökkbraut fyrir fimleikadeild Gróttu. Endurnýjun brautarinnar hafði staðið til um nokkurn tíma þar sem gamla brautin var orðin úr sér gengin. Brautin kostaði um 1600 þúsund og veitti Seltjarnarnesbær fimleikadeildinni 900 þúsund króna styrk til kaupanna. Fimleikadeildin sá síðan um að brúa bilið með fjáröflun af ýmsu tagi.

16.07.2004

Öskudagsgleði í íþróttahúsi Seltjarnarness

Mikið var um að vera í íþróttahúsinu á öskudag. Börn og fullorðnir voru þar í grímubúningum af ýmsu tagi, þar var m.a. að finna ýmsar sögulegar persónur, prinsessur, bófa og trúða.

14.07.2004

Bærinn kemur til móts við foreldra barna á einkareknum leikskólum

Bæjarstjórn samþykkti nýverið að hækka greiðslur með börnum er sækja einkarekna leikskóla. Hækkunin nemur um 36% og greitt er með börnum frá 18 mánaða aldri.

14.07.2004

Gjald unglinga í sundlaug lækkað

Bæjarstjórn samþykkti nýverið að bregðast við ábendingu ungmennaráðs Seltjarnarnesbæjar um hækkun viðmiðunaraldurs fullorðinsgjalds í Sundlaug Seltjarnarness. Fullorðinsgjald miðast því nú við 16 ára aldur og því greiða börn og ungmenni frá 5 – 16 ára aldurs nú 60 krónur fyrir aðgang að Sundlauginni.

14.07.2004

Gervigrasvöllurinn í startholum

Bæjarstjóri hefur undirritað samning á milli Seltjarnarnesbæjar og VSÓ um hönnun gervigrasvallar og undirbúning útboðs á evrópska efnahagssvæðinu. Viðstaddir undirritun voru þau Hilmar Steinar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu og Ásgerður Halldórsdóttir formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs og lýstu bæði yfir mikilli ánægju með verkefnið.

14.07.2004

Seltjarnarnesbær – Ráðning skólastjóra

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að ráða Sigfús Grétarsson í starf skólastjóra við grunnskóla bæjarins. Skólanefnd mælti með ráðningu Sigfúsar með 4 atkvæðum af 5 en minnihlutinn klofnaði í afstöðu sinni til ráðningarinnar. Sigfús tekur við starfinu 1. ágúst en mun hefja störf tengd undirbúningi á næstunni. Sigfús er núverandi skólastjóri Valhúsaskóla og hefur gegnt því starfi frá árinu 1998.

14.07.2004

Nemendamötuneyti í Mýrarhúsaskóla fyrir næsta haust

Byggingarnefnd Mýrarhúsaskóla hefur mælt með að útbúið verði fullkomið mötuneyti við skólann í sumar sem tilbúið verði fyrir upphaf næsta skólaárs. Leitað hefur verið til Önnu Margrétar Hauksdóttur, arkitekts, um útfærsluleiðir og er fyrirhuguð staðsetning mötuneytisins þar sem eldhús skólans var upphaflega ráðgert. Eldað verður fyrir alla nemendur skólans í mötuneytinu.

14.07.2004

Íþróttamenn ársins 2003 á Seltjarnarnesi eru Elísabet Sólbergsdóttir langhlaupari og Gísli Kristjánsson handknattleiksmaður.

Kjör íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 18. mars sl. í samkomusal Gróttu. Kjör þetta hefur verið árviss viðburður síðan 1993 og er í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs sem vill með þessu vekja athygli á gildi íþrótta, stuðla enn frekar að öflugu íþróttalífi á Seltjarnarnesi og láta íþróttafólk vita að bæjarfélagið styðji við bakið á því. Aðeins þeir sem hafa búsetu eða lögheimili á Seltjarnarnesi geta fengið tilnefningu til kjörsins, óháð því hvar þeir stunda íþróttina.

14.07.2004

Skref framávið í rafrænni stjórnsýslu

Seltjarnarnesbær hefur gert samning við Hugsmiðjuna um hönnun og smíði nýs vefjar fyrir bæinn í veftólinu Eplica. Undanfarið hefur verið unnið að þarfagreiningu og stefnumörkun um vefmál innan Seltjarnarnesbæjar og er samningurinn gerður á grundvelli þeirrar vinnu. Með þessu er bærinn að leggja grunn að næstu skrefum í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu.

14.07.2004

Framkvæmdir við Tónlistarskólann að hefjast

Á næstunni hefjast framkvæmdir við Tónlistarskóla Seltjarnarness sem miða að endurnýjun og stækkun hans. Í lok febrúar voru teikningar og útboðsgögn send út og er reiknað með að hægt verði að hefja framkvæmdir í lok þessa mánaðar. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið fyrir upphaf næsta skólaárs en þá fagnar skólinn 30 ára starfsafmæli sínu.

14.07.2004

Heildstæð skólastefna verði mótuð - Vinnuhópur um umbætur í skólamálum skilar niðurstöðum

Í febrúar skilaði vinnuhópur um nýjungar í rekstri grunnskólanna á Seltjarnarnesi niðurstöðum sínum. Hópurinn hóf störf að frumkvæði meirihluta skólanefndar í nóvember á síðasta ári í kjölfar ákvörðunar um að sameina yfirstjórn grunnskólanna. Í hópnum sátu Gísli Ellerup, aðstoðarskólastjóri Valhúsaskóla og Marteinn M. Jóhannsson, aðstoðarskólastjóri Mýrarhúsaskóla, Helga Kristín Gunnarsdóttir og Ólína Thoroddsen, deildarstjórar, Lúðvík Hjalti Jónsson og Margrét Harðardóttir frá bæjarskrifstofu og Rögnvaldur Sæmundsson sem fulltrúi foreldra.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?