Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
12.07.2004

Stemmning hjá Tolla

Listamaðurinn Tolli bauð Seltirningum í heimsókn á vinnustofu sína í Ísbirninum síðast liðinn laugardag. Þar sýndi hann myndir og bauð upp á menningardagskrá. Lúðrasveit Seltjarnarness gaf tóninn í upphafi dags og síðan tók Selkórinn við. Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson lásu úr bókum og Bubbi Morthens tróð upp og flutti meðal annars Ísbjarnarblúsinn sem var einkar viðeigandi.

12.07.2004

Svandís heim í hreiðrið

Seltirningar hafa vafalaust tekið eftir að Svandís er komin heim á Bakkatjörn ásamt maka sínum 10. árið í röð. Svandís settist að í hólmanum í Bakkatjörn vorið 1994 og hefur að sögn ekki íhugað að flytja úr bænum síðan.

12.07.2004

Umferðarátak meðal grunnskólanemenda á Seltjarnarnesi vikuna 14.-26. maí. nk.

Eins og undanfarin ár hafa skólanefnd og umferðarnefnd Seltjarnarness, í samráði við Skólaskrifstofu, leik- og grunnskóla, skipulagt umferðarátak meðal nemenda. Dagana 14.-26. maí verður lögð áhersla á umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bjóða nemendum 3.-5. bekkjar upp á kynningu/leiksýningu á Geimálfinum frá plánetunni Varslys á Eiðistorgi og Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) býður nemendum í 9.-10. bekk í Valhúsaskóla að prófa svokallaðan sleða í þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi öryggisbelta. Auk þess verður unnið með umferðina á einn eða annan hátt hjá öllum bekkjardeildum og elstu börnunum í leikskólunum.

12.07.2004

Metþátttaka í Neshlaupinu

Metþátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel. Blíðskaparveður var og skemmti fólk sér hið besta. Félagar í lúðrasveitinni spiluðu undir við upphitun og setti það skemmtilegan svip á stemminguna. Félagar í trimmklúbbnum eru að vonum ánægðir með hlaupið í ár og segja að sjaldan eða aldrei hafi tekist jafn vel til. Þátttakan í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst hjá börnum og unglingum á Seltjarnarnesi.

12.07.2004

Vaxandi áhugi á sjósundi

Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga fyrir sjósundi.

01.07.2004

Fjarnámsnemar í leikskólafræðum útskrifast

Þrír starfsmenn leikskóla Seltjarnarness luku fjarnámi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 12. júní sl. Skólaskrifstofa Kópavogs gerði fyrir nokkru samning við HA um fjarnám fyrir reynda starfsmenn leikskólanna.
28.06.2004

Mikið að gerast í grunnskólunum þrátt fyrir sumarfrí nemenda

nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa.
28.06.2004

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- Skuldir lækka og veltufjárhlutfall styrkist

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003 er komin út.

25.06.2004

Hjólabrettamenn á fund bæjarstjóra

Tveir vaskir hjólabrettamenn, þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjarstjórans á Seltjarnarnesi á dögunum og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Seltjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en drengirnir segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmarkaðar á Nesinu.
25.06.2004

Íþróttamaður Seltjarnarness Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna

Íslandsmeistaramót í maraþoni var haldið á Mývatni helgina 18.-19. júní sl. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2003 varð Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna á tímanum 3:20:59 og bætti tíma sinn frá því í fyrra um tæpar 7 mínútur.
16.06.2004

Komið til móts við yngstu Seltirningana

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.

09.06.2004

Bæjarhlið rís við Nesveg

Þessa dagana eru framkvæmdir við nýtt bæjarhlið við Nesveg að hefjast. Í fyrrasumar var reist hlið við Eiðisgranda sem vakti mikla athygli og ánægju íbúa Seltjarnarness.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?