Jólasýning Fimleikadeildar Gróttu
Árleg jólasýning Fimleikadeildar Gróttu var haldin 13. desember sl. Allir iðkendur félagsins sýndu þar glæsilegar fimleikaæfingar, sem færðar höfðu verið í jólabúning eins og tíðkast á jólasýningum.
Könnun á stöðu jafnréttismála.
Bæjarstjórn hefur falið jafnréttisnefnd Seltjarnarness að kanna hvernig jafnréttisfræðslu er háttað í skólum bæjarins. Nefndinni er einnig falið að kanna hvernig staðið er að jafnréttismálum á vinnustöðum Seltjarnarnesbæjar ásamt því að afla tölfræðilegra kyngreindra upplýsinga um stöðu karla og kvenna í stjórnsýslu bæjarins. Núverandi jafnréttisáætlun var samþykkt fyrir tæplega fjórum árum og er stefnt að því að könnun sem þessi fari framvegis fram á fjögurra ára fresti.
Ljósleiðari í hvert hús á Nesinu
Að frumkvæði meirihlutans hefur bæjarstjórn samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að kanna möguleik á uppsetningu ljósleiðara á Seltjarnarnesi og forsendur fyrir upplýsingaveitu með tengingu við öll heimili og fyrirtæki í bænum.
Gæsluvöllur verður opinn í júlí.
Sumarið 2004 verður gæsluvöllur starfræktur á Seltjarnarnesi á tímabilinu frá 28. júní – 6. ágúst. Völlurinn verður opinn á lóð Sólbrekku fyrri hluta tímabilsins og á lóð Mánabrekku síðari hlutann.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
Góður árangur nemenda í Valhúsaskóla í stærðfræðikeppni grunnskóla.
Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur fór fram 18. febrúar sl. og var haldin í samstarfi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Stærðfræðikeppnin var haldin fyrir 8., 9. og 10. bekk. Pétur Orri Ragnarsson í 10. bekk Valhúsaskóla varð sigurvegari 10. bekkinga og Árni Freyr Gunnarsson í 8. bekk Valhúsaskóla varð annar í sínum árgangi. Alls voru 7 nemendur úr Valhúsaskóla meðal 10 efstu nemenda í hverjum árgangi en alls tóku 181 nemendi úr 5 skólum á höfuðborgarsvæðinu þátt í keppninni.
Berglind Pétursdóttir dæmir á ÓL 2006
Tækninefnd kvenna í áhaldafimleikum hjá Alþjóða fimleikasambandinu (FIG) hefur boðið Berglindi Pétursdóttur, kennara við fimleikadeild Gróttu, að dæma á Ólympíuleikunum í Grikklandi en þetta er í fyrsta skiptið sem íslenskur dómari í fimleikum fær boð frá FIG um að dæma á Ólympíuleikum.
Sjö umsækjendur um skólastjórastöðu
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra við Valhúsa- og Mýrarhúsaskóla rann út miðvikudaginn 25. febrúar sl. Alls sóttu sjö um stöðuna en þeir eru:
Ný fimleikastökkbraut í íþróttahúsi Seltjarnarness
Í síðasta mánuði var keypt ný stökkbraut fyrir fimleikadeild Gróttu. Endurnýjun brautarinnar hafði staðið til um nokkurn tíma þar sem gamla brautin var orðin úr sér gengin. Brautin kostaði um 1600 þúsund og veitti Seltjarnarnesbær fimleikadeildinni 900 þúsund króna styrk til kaupanna. Fimleikadeildin sá síðan um að brúa bilið með fjáröflun af ýmsu tagi.
Öskudagsgleði í íþróttahúsi Seltjarnarness
Mikið var um að vera í íþróttahúsinu á öskudag. Börn og fullorðnir voru þar í grímubúningum af ýmsu tagi, þar var m.a. að finna ýmsar sögulegar persónur, prinsessur, bófa og trúða.
Bærinn kemur til móts við foreldra barna á einkareknum leikskólum
Bæjarstjórn samþykkti nýverið að hækka greiðslur með börnum er sækja einkarekna leikskóla. Hækkunin nemur um 36% og greitt er með börnum frá 18 mánaða aldri.
Gjald unglinga í sundlaug lækkað
Bæjarstjórn samþykkti nýverið að bregðast við ábendingu ungmennaráðs Seltjarnarnesbæjar um hækkun viðmiðunaraldurs fullorðinsgjalds í Sundlaug Seltjarnarness. Fullorðinsgjald miðast því nú við 16 ára aldur og því greiða börn og ungmenni frá 5 – 16 ára aldurs nú 60 krónur fyrir aðgang að Sundlauginni.
Gervigrasvöllurinn í startholum
Bæjarstjóri hefur undirritað samning á milli Seltjarnarnesbæjar og VSÓ um hönnun gervigrasvallar og undirbúning útboðs á evrópska efnahagssvæðinu. Viðstaddir undirritun voru þau Hilmar Steinar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu og Ásgerður Halldórsdóttir formaður Æskulýðs- og íþróttaráðs og lýstu bæði yfir mikilli ánægju með verkefnið.