Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
28.06.2004

Mikið að gerast í grunnskólunum þrátt fyrir sumarfrí nemenda

nýlegu fréttabréfi Mýrarhúsaskóla má sjá að mikið verður um að vera í sumar þó nemendur fari í frí. Undirbúningur að nýju mötuneyti fyrir nemendur er í fullum gangi og verður nýtt og glæsilegt mötuneyti opnað í skólanum næsta haust. Eldhúsið verður í nýbyggingu skólans þar sem Skjólaskjólið hefur verið til húsa.
28.06.2004

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- Skuldir lækka og veltufjárhlutfall styrkist

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2003 er komin út.

25.06.2004

Hjólabrettamenn á fund bæjarstjóra

Tveir vaskir hjólabrettamenn, þeir Birkir Kristján Guðmundsson og Daníel Kristjánsson, gengu á fund bæjarstjórans á Seltjarnarnesi á dögunum og afhentu honum undirskriftalista til stuðnings hugmynd þeirra um hjólabrettasvæði á Seltjarnarnesi. Á listanum voru tæplega 130 nöfn áhugamanna um hjólabretti og línuskautaiðkun en drengirnir segja aðstæður til iðkunar íþróttarinnar takmarkaðar á Nesinu.
25.06.2004

Íþróttamaður Seltjarnarness Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna

Íslandsmeistaramót í maraþoni var haldið á Mývatni helgina 18.-19. júní sl. Elísabet Jóna Sólbergsdóttir íþróttamaður Seltjarnarness fyrir árið 2003 varð Íslandsmeistari í heilmaraþoni kvenna á tímanum 3:20:59 og bætti tíma sinn frá því í fyrra um tæpar 7 mínútur.
16.06.2004

Komið til móts við yngstu Seltirningana

Félagsmálaráð samþykkti á fundi sínum í maí tillögu formanns, Sigrúnar Eddu Jónsdóttur, um að niðurgreiðslur á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hækki frá og með 1. ágúst 2004. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir að námsmenn njóti hér eftir aukinnar niðurgreiðslu umfram niðurgreiðslu til fólks í sambúð eða hjónabandi.

09.06.2004

Bæjarhlið rís við Nesveg

Þessa dagana eru framkvæmdir við nýtt bæjarhlið við Nesveg að hefjast. Í fyrrasumar var reist hlið við Eiðisgranda sem vakti mikla athygli og ánægju íbúa Seltjarnarness.

01.06.2004

Vinnuskóli Seltjarnarness, smíðavöllur og matjurtargarðar

Vinnuskóli Seltjarnarness verður settur 9. júní nk. kl. 20:00 í Íþróttahúsi Seltjarnarnarness. Æskilegt er a foreldra/forráðamaður mæti með börnum sínum við setningu skólans.
01.06.2004

Handverksýning á degi aldraðra

Handverksýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi var haldin á degi aldraðra sem var á uppstigningardag. Þar var afrakstur vetrastarfs aldraðra sýndur og er óhætt að segja að þar hafi fjölbreytnin ráðið ríkjum.
01.06.2004

Verklegar framkvæmdir við gatnakerfi á Seltjarnarnesi.

Í vor hófust framkvæmdir við að lagfæra göngustíga við sjávarströndina sem skemmst höfðu í óveðri í vetur. Stígur út í Suðurnes var malborin og heflaður en hann fór óvenju illa í sjógangi á síðastliðnum vetri.

01.06.2004

Umferðardagar á Seltjarnarnesi

Kennarar í grunnskólunum lögðu áherslu á umferðarfræðslu þessa viku og unnu að margs konar verkefnum með nemendum.

26.05.2004

Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar

Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 11. maí s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi. Í ljós kom að ástand þeirra mála hefur verið mjög gott á Seltjarnarnesi að undanförnu. Rannsóknir hófust árið 1998 en þá var ástandið hér verra en annars staðar á landinu. Samkvæmt könnun sem lögð var fyrir nemendur í Valhúsaskóla árið 2003 hefur ástandið stórlagast og var í fyrra orðið það besta á landinu. 
Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona, valin bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2004
08.01.2004

Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona, valin bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2004

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 10. janúar s.l. í hófi sem haldið var í nýju og glæsilegu húsnæði Bókasafns Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona sem tekur við nafnbótinni af tónlistarmanninum Bubba Morthens.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?