Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
20.09.2004

Skólalúðrasveit Seltjarnarness í Vínarborg

Skólalúðrasveit Seltjarnarness, alls um 40 manns með stjórnanda og fararstjórum fóru í vikuferð þann 8. júlí sl. til Vínarborgar. Þar tók sveitin þátt í árlegu tónlistarmóti sem var haldið þar í 33. sinn. Dagskrá og umgjörð voru mjög glæsileg.

20.09.2004

Sumar á Seltjarnarnesi

Seltirningar hafa ekki farið varhluta af veðurblíðunni undanfara daga og hafa eins og aðrir landsmenn nýtt sér hana til útivistar.
20.09.2004

Tónlistarskólinn stækkaður og endurbættur á 30. afmælisári – opnunarhátíð laugardaginn 21. 08. kl. 14:00

Í haust tekur Tónlistarskóli Seltjarnarness til starfa í endurbættu og stækkuðu húsnæði. Skólinn er jafn gamall bæjarfélaginu og fagnar því 30 ára afmæli á þessu ári.
20.09.2004

Seltirningum boðið í leikhús

Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar er bæjarbúum boðið á sýningu Leiklistarfélags Seltjarnarness á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Sýningin var frumsýnd í vor við frábærar undirtektir og komust færri að en vildu.
20.09.2004

Nýtt mötuneyti í Mýrarhúsaskóla.

Í gær voru fyrstu máltíðirnar í nýju mötuneyti Mýrarhúsaskóla bornar á borð við góðar undirtektir nemenda og starfsmanna skólans.
22.07.2004

Undirbúningur að eflingu Tónlistarskólans hafinn

Í lok síðasta árs samþykkti skipulags- og mannvirkjanefnd umsókn frá bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi Tónlistarskóla Seltjarnarness. Í kjölfarið hófst hönnun og útfærsla á verkinu en samkvæmt áætlun á breytingum að vera lokið fyrir upphaf skólaársins 2004-2005.

22.07.2004

Viðræður hafnar um byggingu hjúkrunarheimilis

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur í kjölfar bréfs frá Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) falið Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra að vinna nánar að áformum um byggingu hjúkrunarheimilis á svonefndri Lýsislóð* við Eiðsgranda. Skömmu fyrir jól ritaði Jónmundur bréf til borgarráðs Reykjavíkur með ósk um samstarf í málinu.

22.07.2004

Viðræður um stækkun heilsugæslustöðvar

Í vetur hafa fulltrúar heilsugæslustöðvarinnar átt í óformlegum viðræðum við Seltjarnarnesbæ um mögulega stækkun á húsnæði stöðvarinnar og breytingu á eignarhaldi núverandi húsnæðis. Með flutningi bókasafnsins á Eiðistorg skapaðist svigrúm fyrir heilsugæsluna til að mæta þörf fyrir aukið húsrými og þar með eflingu þjónustu í vesturbæ og á Seltjarnarnesi.

22.07.2004

Eftirsótt að búa á Seltjarnarnesi

Á vef FMR má sjá að á tímabilinu 1994 til 2003 hefur meðalfermetraverð fasteigna á Seltjarnarnesi tvöfaldast og er hið hæsta á landinu. Fyrir áratug var dýrast að fjárfesta í einbýli í Mosfellsbæ en nú trónir Seltjarnarnes á toppnum. Ljóst er að um gríðarlega hagsmuni er að ræða fyrir fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi enda er húsnæði yfirleitt stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu. Helsta skýringin mun vera mikil og vaxandi eftirspurn eftir húsnæði á Seltjarnarnesi en staðsetningin ásamt einstakri náttúru, traustri fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og góðri þjónustu gerir Seltjarnarnes að einu af eftirsóttustu bæjarfélögum landsins.

22.07.2004

Félagsstarf aldraðra að hefjast

Þessa dagana er félagsstarf aldraðra að hefjast eftir jólaleyfi. Að venju er dagskráin fjölbreytt og margt spennandi í boði. Auk handavinnu er boðið upp á keramik og postulínsstimplun, tréskurð, bókband og glerskurðarnámskeið. Leikfimi verður stunduð tvisvar í viku og boccia einu sinni í viku. Auk þess eru spilakvöld annan hvern þriðjudag til vors og einu sinni í mánuði er farið í óvissuferð.

22.07.2004

Nemendum í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla færð endurskinsmerki

Um 770 grunnskólanemendur á Seltjarnarnesi fengu heimsókn s.l. miðvikudag frá Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi sem færði hverjum nemanda endurskinsmerki. Með þeim í för voru félagarar úr björgunarsveitinni Ársæli. Rætt var við nemendur um notkun hjálma á skautum, skíðum, hjólum og brettum. Einnig var starf unglingadeildar björgunarsveitarinnar kynnt en nemendur í 9 bekk grunnskóla geta gengið í unglingadeildina.

22.07.2004

Nýr afsláttarflokkur á leikskólagjöld fyrir skólafólk

Nýlega staðfesti bæjarstjórn tillögu skólanefndar nýja gjaldskrá fyrir leikskóla Seltjarnarness en fyrri gjaldskrá var frá júní 2001. Með hinni nýju gjaldskrá bætast m.a. við nýir afsláttarflokkar. Nýtt 25% aflsáttargjald er t.d. komið inn fyrir foreldra sem gildir þar sem annað foreldrið er í fullu námi og er Seltjarnarnesbær þriðja bæjarfélagið á landinu sem veitir slíkan afslátt. Séu báðir foreldrar í námi nemur afslátturinn 40%.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?