Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
13.07.2004

Gróttudagurinn í þriðja sinn á morgun

Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi gengst fyrir fjölskyldudegi úti í Gróttu laugardaginn 17. apríl 2004. Þetta er í þriðja sinn sem slíkur dagur er haldinn en áhugi á útivist í eyjunni hefur farið vaxandi frá því að sérstakur Gróttudagur var haldinn í fyrsta sinn árið 2002.

12.07.2004

Allir námsmenn fá vinnu

Stofnanir og fyrirtæki Seltjarnarnesbæjar ásamt vinnuskóla Seltjarnarness munu fjölga ráðningum ungmenna í sumar eins og undanfarin tvö ár til að bregðast við minna framboði á sumarstörfum fyrir ungt fólk. Markmið stjórnenda bæjarins er að tryggja að allir námsmenn í bænum fái vinnu í sumar. Undanfarin vor hefur verið farið í sambærilegar aðgerðir með góðum árangri. Svipaður umsóknarfjöldi hefur borist bænum nú og í fyrra en þá tókst að finna öllum störf er þess þörfnuðust. Sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ hefur verið fjölgað á síðustu árum og í ár hafa stofnanir og skrifstofur bæjarins lagt áherslu á að ráða ungmenni í sumarafleysingar þar sem því hefur verið komið við. Flest hinna nýju starfa snúa að umhverfismálum og fegrun bæjarins en um 150 unglingar starfa á vegum vinnuskólans í sumar. Auk þess er reiknað með að á þriðja tug ungmenna fái sumarstörf hjá bænum.

12.07.2004

Hátíðardagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi

Hátíðarhöld 17. júní 2004 á Seltjarnarnesi eru í umsjón Æskulýðs- og íþróttaráðs og Félagsmiðstöðvarinnar Selsins. Dagskráin er að venju fjölbreytt. Skrúðganga verður frá Dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13:00 gengið verður frá dælustöð að Hofgörðum framhjá kirkjunni að Eiðistorgi. Hátíðardagskrá hefst á Eiðistorgi kl. 13:30 Að loknu ávarpi formanns ÆSÍS Ásgerðar Halldórsdóttur og fjallkonunnar Sólveigar Guðmundsdóttur taka við atriði í léttari dúr fyrir börnin. Fimleikadeild Gróttu sér um blöðrusölu við Eiðistorg. ___________________________________________________ Hátíðardagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi.

12.07.2004

Markaðsdagur í Mýrarhúsaskóla á mánudaginn

Mánudaginn, 7. júní taka foreldrar, nemendur og starfsfólk Mýrarhúsaskóla höndum saman og standa fyrir markaðsdegi til að safna peningum til kaupa á kennsluefni og boltum fyrir vinaskóla þeirra í Monkey Bay í Malaví. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er um þessar mundir að byggja við Namazizi skólann m.a. kennslustofur og bókasafn en skólinn er vinaskóli Mýrarhúsaskóla. Mikill skortur er á kennsluefni í skólum Malaví og því er ætlunin að safna peningum til kaupa á stærðfræðibókum, handbókum, landakortum og síðast en ekki síst boltum til nota í frímínútum.

12.07.2004

Vorsýning fimleikadeildar Gróttu

Vorsýning fimleikadeildarinnar var haldin í Íþróttahúsi Seltjarnarness miðvikudaginn 19. maí og tókst með ágætum. Hátt í þrjúhundruð iðkendur fimleikadeildarinnar komu fram og sýnu fimi sína við mikinn fögnuð áhorfenda. Að lokinni sýningu var öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa.

12.07.2004

Ungar Svandísar dafna

Það er líf og fjör á Bakkatjörn þar sem Svandís og maki spóka sig með ungana sína. Pétur Gauti Valgeirsson var á ferðinni við hólmann og náði myndum af fjölskyldunni við tómstundaiðju.

12.07.2004

Stemmning hjá Tolla

Listamaðurinn Tolli bauð Seltirningum í heimsókn á vinnustofu sína í Ísbirninum síðast liðinn laugardag. Þar sýndi hann myndir og bauð upp á menningardagskrá. Lúðrasveit Seltjarnarness gaf tóninn í upphafi dags og síðan tók Selkórinn við. Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson lásu úr bókum og Bubbi Morthens tróð upp og flutti meðal annars Ísbjarnarblúsinn sem var einkar viðeigandi.

12.07.2004

Svandís heim í hreiðrið

Seltirningar hafa vafalaust tekið eftir að Svandís er komin heim á Bakkatjörn ásamt maka sínum 10. árið í röð. Svandís settist að í hólmanum í Bakkatjörn vorið 1994 og hefur að sögn ekki íhugað að flytja úr bænum síðan.

12.07.2004

Umferðarátak meðal grunnskólanemenda á Seltjarnarnesi vikuna 14.-26. maí. nk.

Eins og undanfarin ár hafa skólanefnd og umferðarnefnd Seltjarnarness, í samráði við Skólaskrifstofu, leik- og grunnskóla, skipulagt umferðarátak meðal nemenda. Dagana 14.-26. maí verður lögð áhersla á umferðarfræðslu í leik- og grunnskólum. Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bjóða nemendum 3.-5. bekkjar upp á kynningu/leiksýningu á Geimálfinum frá plánetunni Varslys á Eiðistorgi og Vátryggingarfélag Íslands (VÍS) býður nemendum í 9.-10. bekk í Valhúsaskóla að prófa svokallaðan sleða í þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi öryggisbelta. Auk þess verður unnið með umferðina á einn eða annan hátt hjá öllum bekkjardeildum og elstu börnunum í leikskólunum.

12.07.2004

Metþátttaka í Neshlaupinu

Metþátttaka var í Neshlaupi Trimmklúbbs Seltjarnarness sl. laugardag og tókst það einstaklega vel. Blíðskaparveður var og skemmti fólk sér hið besta. Félagar í lúðrasveitinni spiluðu undir við upphitun og setti það skemmtilegan svip á stemminguna. Félagar í trimmklúbbnum eru að vonum ánægðir með hlaupið í ár og segja að sjaldan eða aldrei hafi tekist jafn vel til. Þátttakan í hlaupinu hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst hjá börnum og unglingum á Seltjarnarnesi.

12.07.2004

Vaxandi áhugi á sjósundi

Þeim fjölgar stöðugt sem synda í sjónum sér til heilsubótar. Fyrir um tveimur árum kom Seltjarnarnesbær upp aðstöðu á vestursvæðinu þar sem sundmenn geta skipt um föt og þurrkað sér. Við það batnaði aðstaðan til muna og síðan þá hafa sjósundmenn fundið fyrir vaxandi áhuga fyrir sjósundi.

01.07.2004

Fjarnámsnemar í leikskólafræðum útskrifast

Þrír starfsmenn leikskóla Seltjarnarness luku fjarnámi í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri 12. júní sl. Skólaskrifstofa Kópavogs gerði fyrir nokkru samning við HA um fjarnám fyrir reynda starfsmenn leikskólanna.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?