Fara í efni

Sagan í grjóti og gripum opnar í dag

Í dag kl. 15:00 opnar Hörður Páll Stefánsson sýningu í boði Seltjarnarnesbæjar. Sýningin er í bókasafninu á Eiðistorgi og á henni sýnir Hörður fornmuni og aðra gripi úr safni sínu.

Í dag kl. 15:00 opnar Hörður Páll Stefánsson sýningu í boði Seltjarnarnesbæjar. Sýningin er í bókasafninu á Eiðistorgi og á henni sýnir Hörður fornmuni og aðra gripi úr safni sínu.

Hörður Páll StefánssonHörður Páll er 15 ára nemandi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann lengi haft mikinn áhuga á gömlum hlutum og fornminjum. Hörður bjó með foreldrum sínum í nokkur ár bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum. Eftir að fjölskyldan flutti aftur á Nesið árið 2000 tók Hörður til óspilltra málanna að kanna sögulegar minjar á Nesinu. Hörður hefur einnig varið miklum tíma í að kanna gamla ruslahauginn í Eiðisvík sem hætt var að nota eftir síðari heimsstyrjöld og á fjölda gripa úr honum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?