Fara í efni

Þingmenn Sjálfstæðisflokks í heimsókn á Seltjarnarnesi

Í lok janúar var kjördæmavika hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi og heimsóttu þeir meðal annars bæjarfélög kjördæmisins af því tilefni.

Í lok janúar var kjördæmavika hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi og heimsóttu þeir meðal annars bæjarfélög kjördæmisins af því tilefni.

Í heimsókn sinni á Seltjarnarnes kynntu þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, þau Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Bjarni Benediktsson, Gunnar Birgisson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýskipaður menntamálaráðherra, sér meðal annars starfsemi nokkurra fyrirtækja í bænum. Einnig heimsóttu þau bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi sem og aðra forystumenn flokksins í bænum.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, tók á móti gestunum og fór með þeim um sveitarfélagið. Þingmennirnir höfðu orð á því að Eiðistorgið hefði breyst mikið frá því að þeir voru síðast á ferðinni en það var fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Vel var tekið á móti gestunum í verslunum þeim er þeir heimsóttu á Eiðistorgi og endaði síðan heimsóknin á því að bókasafnið var skoðað og þar gafst flokksmönnum tækifæri á til að spjalla við fulltrúa sína á alþingi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?