10.11.2004
Leikskólabörn kynnast Núma
Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi bauð á dögunum öllum leikskólabörnum bæjarins á leiksýninguna „Númi á ferð og flugi“. Leikritið er sett upp af Brúðuleikhúsi Helgu Steffensen og byggir á sögunni um Núma með höfuðin sjö eftir Sjón.
09.11.2004
Kennaraverkfall hafið að nýju
Grunnskólakennarar höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara með atkvæðagreiðslu sem lauk í gær. Fundur launanefndar sveitafélaga og kennara hjá sáttasemjara í gærkvöldi lauk án niðurstöðu og fellur því kennsla niður í grunnskóla Seltjarnarness um óákveðin tíma.
03.11.2004
Kennsla verður samkvæmt stundarskrá á morgun.
Kennsla verður með eðlilegum hætti í Valhúsaskóla og Mýrarhúsaskóla á morgun en samið hefur verið við kennara um að þeir fái greidd laun fyrir nóvembermánuð fyrirfram.
02.11.2004
Strengjalandsmót á Seltjarnarnesi
Í tilefni af þrjátíu ára afmæli Tónlistarskóla Seltjarnarness verður haldið landsmót strengjaleikara hér í bæ helgina 22. – 24. október n.k.
02.11.2004
Ljósleiðaravæðing - Tilboð opnuð.
Í dag voru tilboð vegna auglýsingar bæjarins frá 29. september um samstarfsaðila við lagningu ljósleiðaranets opnuð. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum: Línuborun ehf., Orkuveita Reykjavíkur og Landssími Íslands hf.
02.11.2004
Hætt við vetrarfrí í grunnskólum Seltjarnarness.
Skólanefnd Seltjarnarness samþykkti á fundi sínum í dag að hætta við vetrarfrí er hefjast átti samkvæmt skóladagatali í næstu viku. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi bókun: "Samkvæmt samþykktu skóladagatali fyrir grunnskóla Seltjarnarness á að vera vetrarfrí í skólanum vikuna 1. – 5. nóvember nk.
02.11.2004
Breyting á aðalskipulagi samþykkt.
Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti þann 25. október 2004 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarness 1981-2001, Hrólfsskálamelur/ Suðurströnd með þeim breytingum að heildarfjöldi íbúða á öllu svæðinu er lækkaður úr 180 í 150 og að hámarksnýtingarhlutfall (NH) á svæði við Suðurströnd er lækkað úr 0,85 í 0,7 (bílageymslur neðanjarðar ekki meðtaldar).
19.10.2004
Framkvæmdir bæjarins sumarið 2004
Framkvæmdir sumarsins gengu vel á Seltjarnarnesi enda viðraði vel fyrir hin fjölmörgu viðhaldsstörf er unnin eru á sumri hverju. Vel miðar við fegrun opinna svæði innan bæjarmarkanna og verður áfram haldið á sömu braut á næstunni.
19.10.2004
Bæjarhlið við Nesveg.
Í sumar reis bæjarhlið við Nesveg og má því segja að báðar aðkomuleiðir að bænum séu vel merktar. Hliðið við Nesveg er af nokkru öðru tagi en bæjarhliðið við Norðurströnd enda aðstæður aðrar.
13.10.2004
Bæjarstjóranum færður stjóri.
Seltirningurinn Erlendur Sveinsson tók sig til á dögunum og færði bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi gamlan stjóra að gjöf. Tilefni gjafarinnar er hin táknræna merking stjórans um að láta ekki gjörningaveður hafa áhrif á stefnu skútunnar.
12.10.2004
Endur- og símenntun starfsfólks leikskóla á Seltjarnarnesi.
Skólaskrifstofa Seltjarnarness er í samstarfi við skólaskrifstofur í nágrannasveitarfélögunum um fyrirlestra og námskeið fyrir starfsfólk í leikskólunum. Samstarf bæjarfélaganna Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Kopavogsbæjar og Seltjarnarness hefur verið staðið yfir í 3 ár.