Fara í efni

Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason heimsækir Gaujabúð

Mánudaginn 9. febrúar s.l. kom Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ásamt fríðu föruneyti, í heimsókn til Slysavarnardeildar kvenna og Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjarnarnesi. Tilefni heimsóknarinnar var að nýlega var málaflokkurinn "Leit og björgun" færður frá samgönguráðuneytinu yfir til dómsmálaráðuneytisins og því vildi ráðherrann kynna sér starfsemi björgunarsveita á Íslandi.

Mánudaginn 9. febrúar s.l. kom Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ásamt fríðu föruneyti, í heimsókn til Slysavarnardeildar kvenna og Björgunarsveitarinnar Ársæls á Seltjarnarnesi. Tilefni heimsóknarinnar var að nýlega var málaflokkurinn "Leit og björgun" færður frá samgönguráðuneytinu yfir til dómsmálaráðuneytisins og því vildi ráðherrann kynna sér starfsemi björgunarsveita á Íslandi.

Björn Bjarnason í GaujabúðDagurinn hófst með skoðunarferð og kynningu á höfuðstöðum félagsins í Skógarhlíðinni og Bækistöð HSSR á Malarhöfða. Síðan var haldið í Gaujabúð á Seltjarnarnesi og þar tók á móti þeim slysavarnarkonur og Ársælsmenn. Kynningin hófst á því að Petrea Jónsdóttir, formaður kvennadeildarinnar kynnti starfsemi deildarinnar og að því loknu var starfsemi Björgunarsveitarinnar Ársæls í Gaujabúð kynnt, en Ársæll er með stærsta sjóbjörgunarflokk á landinu og rústabjörgunarhópurinn þeirra er einn sá öflugasti.

Ráðherra var sýndur bátaflotinn og þá sérstaklega nýjasti björgunarbáturinn, Gróa Pétursdóttir.  Einn af köfurum sveitarinnar sýndi allan sinn útbúnað og notagildi hans og að lokum var  rústabúnaður sveitarinnar kynntur. 

Ráðherra fékk að prófa leitarmyndavélina og hljóðleitartækið og hreifst mjög mikið af. Dagskránni lauk svo með siglingu á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni og siglingu á honum, en báturinn er staðsettur í  Reykjavíkurhöfn. Myndir og upplýsingar um björgunarsveitina Ársæl eru á heimasíðu sveitarinnar www.bjorgunarsveit.is, og þar eru einnig myndir frá slysavarnardeginum 15. nóv. s.l. á Seltjarnarnesi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?