Fara í efni

Þorrablót Seltirninga

Húsfyllir var á veglegu þorrablóti Seltirninga sem haldið var í íþróttahúsi Seltjarnarness 31. janúar sl. Hátíðin tókst með miklum ágætum. Maturinn kom frá þorrakónginum Jóa í Múlakaffi og hljómsveitin "Í svörtum fötum" lék fyrir dansi.

Húsfyllir var á veglegu þorrablóti Seltirninga sem haldið var í íþróttahúsi Seltjarnarness 31. janúar sl. Hátíðin tókst með miklum ágætum. Maturinn kom frá þorrakónginum Jóa í Múlakaffi og hljómsveitin "Í svörtum fötum" lék fyrir dansi.

Old-boys strákarnir í handbolta í Gróttu hafa undanfarin ár staðið fyrir þorrablótum í sal íþróttahúss Seltjarnarness. Að þessari framkvæmd kemur að fjöldi íþróttafólks sem gefur alla sína vinnu. Old-boys sjá einnig um Stuðmannaböllin sem hafa verið haldin í íþróttahúsinu. Allur ágóði af þessum skemmtunum rennur til íþrótta- æskulýðs- og menningarstarfa  Mikilvægt er fyrir bæjarfélagið að eiga slíkan hóp að.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?