Félagar úr slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi afhentu nemendum í 5. og 6. bekk lífsleikninámsefnið "Geimálfurinn" að gjöf fimmtudaginn 19. feb. sl. Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku í sal skólans að viðstöddum nemendum.
Félagar úr slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi afhentu nemendum í 5. og 6. bekk lífsleikninámsefnið "Geimálfurinn" að gjöf fimmtudaginn 19. feb. sl. Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri veitti gjöfinni viðtöku í sal skólans að viðstöddum nemendum.
Á hverjum degi kemur einn grunnskólabekkur, 24 krakkar, á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til að láta gera að stórum sem smáum skrámum sem eru afleiðingar slysa sem þau lenda í, en Íslendingar eiga það vafasama Norðurlandamet að vera með flest slys á börnum og unglingum miðað við fjölda.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg vill reyna að stoppa þessa þróun og fækka slysum í þessum hópi. Liður í því er að gefa 4.-6. bekkjum grunnskóla landsins námsefni í lífsleikni sem kennir börnum um hættur í umhverfinu og hvernig megi forðast þær.
Til að fræða börnin um hætturnar í umhverfinu hefur verið sköpuð vera, geimálfur, sem kemur frá plánetunni Varslys, en hún lendir í fjölmörgum hættum á ferð sinni um jörðina og lærir með því móti hvernig megi forðast þær.
Kennsluefnið er í 6 kennsluheftum, fyrir mismunandi námsstig. Þemaheftin heita Brotlending geimálfsins, Merkjalandið Ísland, Rafmagn og opinn eldur, Ár, höf og vötn, Efnin í umhverfinu og Umferðin.