Fara í efni

Ungmennaráð Seltjarnarness fundar með bæjarstjóra

Bæjarstjórinn bauð ungmennaráði Seltjarnarness á fund á dögunum. Á fundinum kynnti bæjarstjóri starfsemi Seltjarnarnesbæjar fyrir meðlimum ráðsins, fór yfir skipulag funda bæjarstjórnar og fleira, ásamt því að svara fyrirspurnum frá fulltrúum ungmennaráðsins.

Bæjarstjórinn bauð ungmennaráði Seltjarnarness á fund á dögunum. Á fundinum kynnti bæjarstjóri starfsemi Seltjarnarnesbæjar fyrir meðlimum ráðsins, fór yfir skipulag funda bæjarstjórnar og fleira, ásamt því að svara fyrirspurnum frá fulltrúum ungmennaráðsins.

Ungmennaráð ásamt bæjarstjóraÁ fundinum kynntu meðlimir ungmennaráðs, þau Edda Spilliaert, Hildur Björg Gunnarsdóttir og Jón Sigurður Pétursson, þau mál sem brenna á ungu fólki á Seltjarnarnesi. Vel fór á með ungmennaráði og bæjarstjóra og voru aðilar mun fróðari hver um annan að fundi loknum.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?