Í lok síðasta árs samþykkti skipulags- og mannvirkjanefnd umsókn frá bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi Tónlistarskóla Seltjarnarness. Í kjölfarið hófst hönnun og útfærsla á verkinu en samkvæmt áætlun á breytingum að vera lokið fyrir upphaf skólaársins 2004-2005.
Í lok síðasta árs samþykkti skipulags- og mannvirkjanefnd umsókn frá bæjarstjóra fyrir hönd bæjarsjóðs um breytingu á innra fyrirkomulagi Tónlistarskóla Seltjarnarness. Í kjölfarið hófst hönnun og útfærsla á verkinu en samkvæmt áætlun á breytingum að vera lokið fyrir upphaf skólaársins 2004-2005.
Með breytingunum stækkar húsnæði skólans auk þess sem kennarastofa og fleira verður flutt til. Við skólann bætast um 300 m2 en auk þess mun húsnæðið nýtast betur eftir breytingarnar. Áætlað er að framkvæmdir hefjist seinni part vetrarins.