Nemendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu á þriðjudaginn tónleika fyrir nemendur á leikskólum Seltjarnarness. Tónleikarnir voru haldnir á Mánabrekku og var komu nemendur Sólbrekku í heimsókn af því tilefni.
Nemendur í Tónlistarskóla Seltjarnarness héldu á þriðjudaginn tónleika fyrir nemendur á leikskólum Seltjarnarness. Tónleikarnir voru haldnir á Mánabrekku og var komu nemendur Sólbrekku í heimsókn af því tilefni.
Börnin kunnu greinilega vel að meta tónleikana og var gerður góður rómur að spilamennskunni. Tónleikar sem þessir eru fastur liður í starfssemi Tónlistarskólans en slíkar heimsóknir eru vel til þess fallnar að kynna hljóðfærin sem leikið er á hverju sinni og vekja áhuga leikskólabarna á tónlistarnámi.