22.05.2007
Endurbætur á afgreiðslu bæjarskrifstofu
Afgreiðsla bæjarskrifstofu hefur verið tekin til gagngerrar endurnýjunar. Lokið er við að bæta aðstöðu fyrir starfsmenn og viðskiptavini. Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt hannaði breytingarnar sem hafa tekist einstaklega vel
21.05.2007
Breytingar á gjaldskrá og reglum Skólaskjóls
Skólanefnd hefur samþykkt breytingar á reglum um Skólaskjól Grunnskóla Seltjarnarness. Skólaskjólið er dagvist fyrir nemendur í yngstu bekkjum eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og greiða foreldrar fyrir dvölina þar.
18.05.2007
Íþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007
Íþróttafélagið Grótta hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2007 fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld, grunnskóla og tónlistarskóla Seltjarnarness.
16.05.2007
Nýir aðstoðarskólastjórar ráðnir til starfa
Gengið hefur verið frá ráðningu nýrra aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness en núverandi aðstoðarskólastjórar, þeir Gísli Ellerup og Marteinn M. Jóhannsson, láta af störfum í vor eftir áratuga farsælt starf. Nýir aðstoðarskólastjórar verða þau Baldur Pálsson og Ólína Thoroddsen sem metin voru hæfust umsækjenda af ráðningarþjónustu Capacent.
14.05.2007
Skattar lækka á Seltjarnarnesi
Skattar lækka á Seltjarnarnesi í kjölfar samhljóða samþykktar bæjarstjórnar á tillögu fulltrúa meirihlutans á fundi þann 9. maí s.l. Samkvæmt tillögunni verður álagningarstuðull fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði árið 2008 lækkaður úr 0,24% í 0,20%.
10.05.2007
Menningar- og fræðslufulltrúi ráðinn
Ellen Calmon hefur verið ráðin sem fræðslu- og menningarfulltrúi Seltjarnarness og hóf hún störf í apríl. Ellen er menntaður grunnskólakennari og hefur hafið MPA nám í Háskóla Íslands.
09.05.2007
Vinsælt að vera aðstoðarskólastjóri á Seltjarnarnesi
Skólaskrifstofa Seltjarnarness hefur auglýst tvær stöður aðstoðarskólastjóra lausar. Gísli Ellerup og Marteinn Jóhannsson eru að láta af störfum í vor fyrir aldurssakir.
08.05.2007
Ársreikningur Seltjarnarness fyrir 2006 samþykktur
Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti ársreikning bæjarsjóðs Seltjarnarness fyrir árið 2006 á fundi sínum hinn 25. apríl síðast liðinn. Samkvæmt ársreikningnum er afkoma og rekstur bæjarsjóðs árið 2006 sú besta sögu bæjarfélagsins en Seltjarnarnes býr nú við meiri fjárhagslegan styrk en flest sveitarfélög landsins.
07.05.2007
Blómstrandi vor
Oft er sagt að gróður eigi erfitt uppdráttar á Seltjarnarnesi en meðfylgjandi myndir sem teknar voru í garði í Bakkavör nú í morgun, bera vott um annað.
04.05.2007
Sumar í lofti
Börn í leikskólanum Mánabrekku voru á leið niður í fjöru þegar ljósmyndari smellti mynd af þeim. Slíkar vettvangsferðir eru alltaf vinsælar hjá leikskólabörnum enda margt að að skoða og upplifa í næsta nágrenni leikskólans