Undirbúningur er hafinn að byggingu áhorfendastúku og aðstöðu fyrir knattspyrnumenn við gervigrasvöllinn. Ákvörðun var tekin um framkvæmdina á vordögum 2005. Verkefnið er stærsta framkvæmdaverkefni bæjarins á þessu ári og nemur áætlaður kostnaður við það um 150 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins.
Undirbúningur er hafinn að byggingu áhorfendastúku og aðstöðu fyrir knattspyrnumenn við gervigrasvöllinn. Ákvörðun var tekin um framkvæmdina á vordögum 2005. Verkefnið er stærsta framkvæmdaverkefni bæjarins á þessu ári og nemur áætlaður kostnaður við það um 150 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins.
Hönnun mannvirkisins var hleypt af stokkunum laust fyrir áramót og er vel á veg komin. Búist er við að unnt verði að bjóða út verkið í á næstu vikum og að framkvæmdir geti hafist fyrir páska með það fyrir augum að unnt verði að taka aðstöðuna í gagnið á vordögum. Tilkoma mannvirkjanna bætir enn þá frábæru aðstöðu til íþróttaiðkunar á Seltjarnarnesi sem skapaðist með byggingu gervigrasvallarins.