Fara í efni

Niðurstöður könnunar á líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar

Á fundi foreldrafélags Valhúsaskóla þriðjudaginn 27. febrúar voru niðurstöður könnunar Rannsóknar og Greiningar á líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar. Álfgeir Logi Kristjánsson hjá Rannsókn og Geiningu og lektor við Háskólann í Reykjavík kynnti niðurstöður.

Á fundi foreldrafélags Valhúsaskóla þriðjudaginn 27. febrúar voru niðurstöður könnunar Rannsóknar og Greiningar á líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar. Álfgeir Logi Kristjánsson hjá Rannsókn og Geiningu og lektor við Háskólann í Reykjavík kynnti niðurstöður.

Hagir og líðan ungs fólks á Seltjarnarnesi - Niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk á Seltjarnarneski vorið 2006
Táknmynd fyrir skjal sem ekki er aðgengilegt í skjálesaraPdf skjal 880 kb.

Samantekt á niðurstöðum

Rannsóknin beindist að högum og líðan nemenda í 8., 9., og 10. bekk á Seltjarnarnesi. Þar var horft til neyslu ungmenna á áfengi, tóbaki og ólöglegum vímuefnum og þær niðurstöður bornar saman við ungmenni utan bæjarfélagsins. Markmiðið var að kanna hversu algeng vímuefnaneysla væri hjá þessum aldurshópi. Einnig var greint frá niðurstöðum er snertu félagslegt umhverfi ungmenna á Seltjarnarnesi og gerður samanburður við ungmenni annars staðar frá. Með því að bera stöðuna saman við önnur sveitarfélög er auðveldara að átta sig á því hvaða þættir í félagslegu umhverfi ungs fólks á hverjum stað þarfnast nánari skoðunar og ef til vill aðgerða.

Tóbaksnotkun:

Dagleg neysla tóbaks hjá tíundubekkingum á Seltjarnarnesi hefur dregist saman ef bornar eru saman tölur frá árinu 1998. En þá reyktu alls 26% tíundubekkinga á Seltjarnarnesi daglega en nýjustu tölur sýna fram á að hlutfallið sé 9%. Hlutfallið var lægst árið 2003 eða um 4% en hefur síðan farið hækkandi. Samanborið við höfuðborgarsvæðið og á landsvísu þá hafa daglegar reykingar meðal nemenda á Seltjarnarnesi verið fátíðari.

Ef litið er til munn- og neftóbaksnotkun þá er strákar á Seltjarnarnesi mun líklegri en samanburðarhóparnir til að hafa notað slík efni einu sinni eða oftar síðustu 30 daga

Áfengisneysla:

Hvað varðar áfengisneyslu nemenda í 8., 9., og 10. bekk á Seltjarnarnesi þá kemur í ljós að 44-46% tíundubekkinga hafa orðið ölvaðir einhvern tíman um ævina. Það hlutfall hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2002.

        Niðurstöður meðal 9. bekkinga á Seltjarnarnesi sýna einnig fram á að um aukningu sé að ræða í áfengisdrykkju.

Neysla annarra vímuefna:

Árið 2003 voru nemendur í 9. og 10. bekk á Seltjarnarnesi síður líklegir til að hafa notað hass einu sinni eða oftar um ævina, en ef litið er til niðurstaðna fyrir 8. bekk það ár þá voru það hlutfallslega fleiri nemendur á Seltjarnarnesi sem höfðu notað hass einu sinni eða oftar um ævina. Niðurstöður nú í ár sýna svipaða mynd.

Samvera foreldra og unglinga:

            Samkvæmt tölum frá árinu 2003 þá virðist sem samvera drengja með foreldrum sínum hafi aukist og eru það sambærilegar tölur og kemur fram hjá strákum á höfuðborgarsvæðinu og á landsvísu. Öðru máli gegnir hins vegar um stúlkurnar á Seltjarnarnesi, miðað við samanburðarhópana, því það hlutfall virðist hafa lækkað milli áranna 2003-2006. Miðað við samanburðarhópana þá eyða stúlkur á Seltjarnarnesi samt sem áður meiri tíma með foreldrum sínum.

            Þegar niðurstöður eru skoðaðar fyrir hversu vel nemendur telja að það eigi við um þá að foreldrar þeirra viti hvar þau eru á kvöldin má sjá að níu af hverjum tíu nemendum á Seltjarnarnesi svarar að slíkt eigi mjög eða frekar vel við um þá. Hér skera nemendur á Seltjarnarnesi sig úr og er hlutfallið miklu hærra meðal þeirra í samanburði við höfuðborgarsvæðið og landinu í heild.

Nám og skóli:

            Viðhorf unglinga á Seltjarnarnesi til náms virðist vera jákvæðara en á öðrum svæðum ef litið er til niðurstaðna þessarar rannsóknar.

Íþrótta og tómstundaiðkun:

            Þátttaka unglinga á Seltjarnarnesi í íþróttum hefur aukist frá árinu 2003 og er jafnframt mun hærra hlutfall en meðal unglinga á höfuðborgarsvæðinu og landinu í heild.

Viðhorf til heimabyggðar og framtíðarhorfur:

Viðhorf stúlkna og drengja á Seltjarnarnesi til bæjarfélags síns virðist vera nokkuð líkt. Um 88% drengja og 85% stúlkna í 9. og 10. bekk eru mjög eða frekar sammála því að félagslífið sé gott í þeirra bæjarfélagi.

 

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?