13.06.2007
Mikil aðsókn að handverksýningu eldri bæjarbúa
Handverksýning eldri bæjarbúa var haldin í Bókasafni Seltjarnarness 5. til 9. júní sl. Mikil aðsókn var á sýninguna og vakti handverkið mikla athygli.
13.06.2007
Bókaormar í leikskóla
Mánudaginn 11. júní sl. var leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku afhentir handprjónaðir bókaormarnir Sól og Máni en þá prjónuðu konurnar í félagsstarfi aldraðra. Vakti gjöfin mikla lukku.
12.06.2007
Handgerðar brúður eftir Rúnu Gísladóttur til sýnis
Mikil aðsókn var á brúðusýningu Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu sem haldin var á Menningarhátíð 2005. Nú hefur Rúna ákveðið að endurtaka leikinn í tilefni Menningarhátíðar sem haldin var helgina 11.-12. júni sl.
11.06.2007
Menningarhátíð Seltjarnarness lauk með pompi og prakt
Menningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta.
08.06.2007
Menningarhátíð hefst í dag
Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag og popplög í VG dúr á sunnudag. Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi.
07.06.2007
Dagskrá Menningarhátíðar kynnt
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar, kynntu í gær dagskrá þriðju menningarhátíðar Seltjarnarness sem hefst á föstudaginn. Hátíðin verður með glæsilegasta móti að þessu sinni en yfirskrift hátíðarinnar er Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð.
06.06.2007
Fjölmenni við opnun handverkssýningar
Mikið fjölmenni var við opnun sýningar á handverki eldri borgara í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin er einkar glæsileg og kennir þar ýmissa grasa. Af sýningunni má ráða að fjölbreytt og öflugt tómstundastarf fer fram hjá eldri borgurum á Seltjarnarnesi. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins fram að sunnudegi.
05.06.2007
Handverkssýning eldri borgara opnar í dag
Handverkssýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi verður opnuð í dag, þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00 í Bókasafni Seltjarnarness. Sýningin verður opin á Menningarhátíð til 9 júní á opnunartíma bókasafnsins.
01.06.2007
Spennandi tillaga um aðstöðu við gervigrasvöll
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 24. apríl tillögur íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um byggingu áhorfendastúku og félags- og búningaaðstöðu við hinn glæsilega gervigrasvöll Seltirninga.
31.05.2007
Ný erindisbréf fastanefnda
Bæjarstjórn samþykkti nýlega drög að uppfærðum erindisbréfum eftirfarandi fastanefnda Seltjarnarness; jafnréttisnefndar, íþrótta- og tómstundaráðs, menningarnefndar, fjárhags- og launanefndar, félagsmálasviðs, skipulags- og mannvirkjanefndar, skólanefndar og umhverfisnefndar.
30.05.2007
Nýjar stéttar og lýsing í allar götur bæjarins
Fyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins hefur verið boðinn út. Gengið hefur verið til samninga við verktakafyrirtækið Brotaberg um 1. áfanga verksins. Fyrir liggur nákvæm úttekt ráðgjafa bæjarins á ástandi allra gatna í bænum sem verður til grundvallar endurbótunum sem standa munu næstu fjögur árin.