Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
01.03.2007

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness opna heimasíðu

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness vilja vekja athygli á nýrri heimasíðu svæðaráðsins á Seltjarnarnesi, www.nesforeldrar.is

Bókagjöf til barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á Heilsugæslu Seltjarnarness
28.02.2007

Bókagjöf til barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á Heilsugæslu Seltjarnarness

Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær og Reykjavík hafa í samstarfi við bókasöfn viðkomandi sveitarfélaga styrkt bókagjöf til allra barna sem koma í þriggja og hálfs árs skoðun á heilsugæslustöðvarnar.
Umfangsmikið gatnagerðarátak í bígerð
26.02.2007

Umfangsmikið gatnagerðarátak í bígerð

Samkvæmt fjárhagsáætlun verður fyrsti áfangi af fjórum í gagngerum endurbótum á gangstéttum og götum bæjarins meðal helstu verkefna sumarsins.
Endurhönnun skólalóða Grunnskólans í farvatninu
26.02.2007

Endurhönnun skólalóða Grunnskólans í farvatninu

Í kjölfar samþykktar deiliskipulags skóla- og íþróttasvæða í byrjun árs hefur verið hafist handa við hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðra breytinga á skólalóðum Grunnskólans.Grunnskólans
Endurbótum á húsnæði Mýrarhúsaskóla lýkur í sumar
26.02.2007

Endurbótum á húsnæði Mýrarhúsaskóla lýkur í sumar

Hafinn er undirbúningur við lokaáfanga endurnýjunar Mýrarhúsaskóla en verkefnið hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Í sumar verður neðsta hæðin endurnýjuð og er það viðamesti hluti endurnýjunarinnar.
Hönnun stúku og aðstöðu við gervigrasvöll hafin
20.02.2007

Hönnun stúku og aðstöðu við gervigrasvöll hafin

Undirbúningur er hafinn að byggingu áhorfendastúku og aðstöðu fyrir knattspyrnumenn við gervigrasvöllinn. Ákvörðun var tekin um framkvæmdina á vordögum 2005. Verkefnið er stærsta framkvæmdaverkefni bæjarins á þessu ári og nemur áætlaður kostnaður við það um 150 milljónum króna samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins.
20.02.2007

Bæjarstjórn ósátt við tillögu stjórnar Strætó um nýja kostnaðarskiptingu

Stjórn Strætó bs. samþykkti nýlega breytingu á kostnaðarskiptingu aðildarsveitarfélaga byggðasamlagsins á rekstri félagsins. Bæjarstjórn Seltjarnarness er ósátt við breytinguna og telur að tillagan stangist á við ákvæði eigendasamkomulags samlagsins frá 7. maí 2001.
20.02.2007

Spilakassar útlægir á Nesinu

Umfjöllun um spilakassa og spilasali í íbúahverfum hefur verið áberandi undanfarið. Ljóst er að spilafíkn verður sífellt algengari meðal yngra fólks og kvenna. Samkvæmt heimildum eru alls um 970 spilakassar starfræktir um allt land og hreinar vel á annan milljarð á ári.
Stefnt að heitum skólamáltíðum í Valhúsaskóla
20.02.2007

Stefnt að heitum skólamáltíðum í Valhúsaskóla

Starfshópur á vegum skólanefndar hefur undanfarið skoðað möguleika á breytingum á mötuneyti í Valhúsaskóla til að unnt verði að bjóða upp á heitar máltíðir þar líkt og í Mýrarhúsaskóla.
14.02.2007

Afsláttur af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega hækkar um 20%

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt að hækka afslátt af fasteignagjöldum elli- og örorkulífeyrisþega um ríflega 20% frá og með 1. janúar 2007.
Fræðslu- og menningarsvið gefur út starfsáætlun
14.02.2007

Fræðslu- og menningarsvið gefur út starfsáætlun

Fræðslu- og menningarsvið Seltjarnarness hefur gefið út starfsáætlun fyrir árið 2007. Starfsáætluninni er ætlað vera leiðarljós í starfssemi sviðsins og stofnana þess en áætlun ársins er hluti af langtímaáætlun sem nær til ársins 2010. Við gerð hennar er tekið mið af stefnu bæjaryfirvalda sem endurspeglast til að mynda í skólastefnu og fjölskyldustefnu er samþykktar voru á síðasta ári.
09.02.2007

Fasteignagjaldareiknir á vefnum

Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að umtalsverðu munar í kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu. Lægst eru gjöldin á Seltjarnarnesi en hæst á Akranesi þar sem munað getur 230% svo dæmi sé tekið af 42 milljón króna eign samkvæmt fasteignamati.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?