Fara í efni

Endurhönnun skólalóða Grunnskólans í farvatninu

Í kjölfar samþykktar deiliskipulags skóla- og íþróttasvæða í byrjun árs hefur verið hafist handa við hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðra breytinga á skólalóðum Grunnskólans.Grunnskólans

Börn að leik við MýrarhúsaskólaÍ kjölfar samþykktar deiliskipulags skóla- og íþróttasvæða í byrjun árs hefur verið hafist handa við hönnunarvinnu vegna fyrirhugaðra breytinga á skólalóðum Grunnskólans.

Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að ljúka hönnun skólalóðar Mýrarhúsaskóla á þessu ári og framkvæmdum sumarið 2008. Heildarendurgerð skólalóðarinnar kallar á að allt svæðið sé skoðað í heild, þar með talið fyrirhugað vallarsvæði sparkvallar.

Skólalóðir gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi nemenda og ekki síst í seinni tíð þar sem viðvera nemenda í skólanum hefur lengst töluvert. Þó skólalóðir eigi fyrst og fremst að vera öruggur vettvangur fyrir leik nemenda í frímínútum gegna þær þó í síauknu mæli hlutverki í kennslu. Því þarf að taka tillit til margra þátta við hönnun þeirra og skipulag.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?