Hafinn er undirbúningur við lokaáfanga endurnýjunar Mýrarhúsaskóla en verkefnið hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Í sumar verður neðsta hæðin endurnýjuð og er það viðamesti hluti endurnýjunarinnar.
Hafinn er undirbúningur við lokaáfanga endurnýjunar Mýrarhúsaskóla en verkefnið hefur staðið yfir um nokkurra ára skeið. Í sumar verður neðsta hæðin endurnýjuð og er það viðamesti hluti endurnýjunarinnar.
Gerð verður ný heimilisfræðistofa og aðstaða Skólaskjólsins verður stækkuð og endurbætt. Einnig verður opnað milli kennslustofa til að auka sveigjanleika í kennsluháttum.
Áætlað er að framkvæmdin kosti um 45 milljónir en á undanförnum þremur árum hefur tæpum 200 milljónum verið varið til viðhalds og endurnýjunar skólans.