Fara í efni

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness opna heimasíðu

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness vilja vekja athygli á nýrri heimasíðu svæðaráðsins á Seltjarnarnesi, www.nesforeldrar.is

Foreldraráð og foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness vilja vekja athygli á nýrri heimasíðu svæðaráðsins á Seltjarnarnesi, www.nesforeldrar.is

Svæðaráð er samstarfsvettvangur foreldraráða og foreldrafélaga og málsvari grunnskólanemenda í sveitarfélaginu. Tilgangur svæðisráðsins er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum.

Ráðið vinnur að sameiginlegum málefnum nemenda í grunnskólum sveitarfélagsins og foreldra þeirra, veitir skólanefnd umsagnir um ýmis mál er varða starfsemi grunnskólanna og er bæjaryfirvöldum til aðstoðar og ráðuneytis um skóla- og fjölskyldumál.

Svæðisráðið er tengiliður foreldra á svæðinu við Heimili og skóla, landssamtök foreldra og tilnefnir fulltrúa til setu í fulltrúaráði samtakanna.

Til efla foreldrasamstarf á Seltjarnarnesi í samvinnu við skóla og bæjaryfirvöld var ákveðið að setja á laggirnar heimasíðu til að miðla upplýsingum til foreldra og forsjáraðila barna og unglinga á Nesinu. Heimasíðan er líka góður vettvangur fyrir þá sem vilja koma á framfæri ábendingum og öðrum upplýsingum.  Það er okkar ósk að sem flestir nýti sér þessar öflugu samskiptaleið á jákvæðan og öruggan hátt.

Á heimasíðunni birtast m.a. fundargerðir foreldraráðsins og foreldrafélagsins.  Einnig koma þar fram upplýsingar um foreldraröltið, viðburði á vegum svæðaráðsins og annarra hagsmunaaðila og margt fleira.  Það er okkar markmið að hafa heimasíðuna virka og öfluga til að virkja foreldra og forsjáraðila til samstarfs eins og best er á kosið.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?