Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2007 eru Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson.
07.02.2008

Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2007 eru Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson.

Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 31. janúar sl. að viðstöddum fjölda manna. Kjör íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 í umsjón Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness.
07.02.2008

Stjórn Lækningaminjasafns tekur til starfa á Seltjarnarnesi

Stjórn Lækningaminjasafns Íslands tók til starfa síðla síðasta ár. Í stjórninni sitja fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Þjóðminjasafns situr Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður en Atli Þór Ólason og Sigurbjörn Sveinsson fyrir Læknafélag Íslands.
Furðuverur á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness
06.02.2008

Furðuverur á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness

Hinar ýmsu furðuverur, smáar og stórar, hafa lagt leið sína á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness í dag. Þar hafa þær sungið hástöfum, bæði þjóðlegar vísur og frumsamin ljóð, starfsmönnum til ánægju.
Dagur leikskólans
05.02.2008

Dagur leikskólans

Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa tekið höndum saman um að 6. febrúar ár hvert veði Dagur leikskólans.
Frítt í sund og sundleikfimi fyrir eldri borgara og ódýrast í sund fyrir almenning á Seltjarnarnesi
04.02.2008

Frítt í sund og sundleikfimi fyrir eldri borgara og ódýrast í sund fyrir almenning á Seltjarnarnesi

Eldra fólk á Seltjarnarnesi nýtur ókeypis aðgengis að Sundlaug Seltjarnanes á grundvelli fjölskyldustefnu bæjarins. Fjölmargir eldri Seltirningar hafa nýtt sér þennan kost til heilsuræktar auk sundleikfiminnar sem jafnframt er eldra fólki að kostnaðarlausu.
Gott ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi
22.01.2008

Gott ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi

Ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi að mati samráðshóps um áfengis og vímuvarna nokkuð gott. Foreldrasamstarf hefur verið mjög virkt og hefur umræðu um foreldralaus teiti verið haldið á lofti, þar sem foreldrar taka höndum saman og sjá til þess að slík teiti séu ekki í boði fyrir ungmennin
17.01.2008

Enn lækka fasteignagjöld á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn hefur ákveðið að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskatt enn frekar en ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar undir lok síðast árs. Fasteignskattur íbúðarhúsnæðis lækkar því um úr 0,24% í 0,18% af fasteigmati á milli ára eða um 25% frá og með 1. janúar 2008.
Kristín G. Gunnlaugsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008
12.01.2008

Kristín G. Gunnlaugsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008

Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistamaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 12. janúar.
03.01.2008

Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi

Álagningarhlutfall útsvars hefur verið lækkað um 2% á Seltjarnarnesi og verður 12,10% árið 2008. Fasteignaeigendur og skattgreiðendur á Seltjarnarnesi munu því njóta lægstu álagningarstuðla útsvars, fasteignaskatts, vatnsskatts og holræsagjalds á höfuðborgarsvæðinu.
21.12.2007

Eingreiðsla að fjárhæð 30.000 kr til starfsmanna bæjarins

Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum 19. des. sl. ákvörðun fjárhags- og launanefndar bæjarins um að greiða öllum starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar eingreiðslu að fjárhæð 30.000 kr. miðað við 100% starf. Greiðslan verður lögð inn á reikning starfsmanna fyrir jólahátíð.

Greiðslur vegna frístundakorta hefjast í byrjun árs
17.12.2007

Greiðslur vegna frístundakorta hefjast í byrjun árs

Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hefur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til niðurgreiðslu á gjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
Kveikt á jólatrénu við Suðurströnd
05.12.2007

Kveikt á jólatrénu við Suðurströnd

Í morgun var kveikt á jólatréinu við Suðurströnd. Börn úr leikskólum bæjarins fjölmenntu við athöfnina og sungu af hjartans list nokkur jólalög.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?