15.09.2008
Viðburðardagatal á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar er öllum opin
Nýlega hefur viðburðadagatal verið opnað á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is Viðburðardagatalið er opið öllum þeim sem vilja koma upplýsingum um viðburði sem viðkoma Seltjarnarnesbæ eða Seltirningum.
11.09.2008
Aleksandra Babik færir Seltjarnarnesbæ olíumálverk að gjöf
Á Bókasafni Seltjarnarness sl. vor opnaði myndlistasýningin Innblástur Íslands með verkum eftir Aleksöndru Babik á Bókasafni Seltjarnarness. Í lok sýningarinnar ákvað Aleksandra að færa Seltjarnarnesbæ verk eftir sig að gjöf.
10.09.2008
Hugað að umferðaröryggi við skóla bæjarins
Skólanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar hafa undanfarin ár staðið sameiginlega fyrir umferðarátaki meðal skólabarna í við upphaf og lok skólaársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á öryggi barnanna í umferðinni og reyna að draga úr mikilli umferð bifreiða við skólana.
05.09.2008
Félagsþjónustusvið Seltjarnarnes minnir foreldra og börn á útivistarreglurnar.
Nú þegar skólinn er byrjaður þá er rétt að minna foreldra og börn á breyttan útivistartíma og hvetur Félagsþjónustan börn og foreldra þeirra að fara eftir þessum reglum. Einnig hvetur Félagsþjónustan foreldra að taka virkan þátt í foreldrarölti. Foreldraröltið hefur unnið frábært starf undandarin ár og er til fyrirmyndar.
05.09.2008
Lækningaminjasafn Íslands rís senn á Seltjarnarnesi
Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson, menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir, formaður Læknafélags Íslands Birna Jónsdóttir og Anna K. Jóhannsdóttir ritari Læknafélags Reykjavíkur tóku fyrstu skóflustunguna að byggingu Lækningaminjasafns Íslands nú í morgun, föstudaginn 5. september. Safnið kemur til með að rísa á safnasvæði Seltjarnarness við Nesstofu.
23.08.2008
Ísland - Frakkland í beinni í íþróttahúsi Gróttu í fyrramálið
Í ljósi frábærs árangurs íslenska landsliðsins í handknattleik þá ætlar íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið Gróttu að efna til fagnaðar í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í fyrramálið sunnudag 24. ágúst. Má meðal annars geta þess að Guðjón Valur Sigurðsson spilaði lengi með íþróttafélaginu Gróttu á yngri árum og má segja að ferill hans hafi tekið stórt stökk af Seltjarnarnesi í atvinnumennsku. Þá hafa Aleksander Petterson og Hreiðar Levy Guðmundsson einnig æft og spilað með Gróttu.
22.08.2008
Bæjarstjórn Seltjarnarness heitir á starfsfólk til stuðnings Barnaspítala Hringsins
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur tekið ákvörðun um að heita á starfsfólk bæjarins sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Áheitin verða 500 kr. á hvern hlaupinn kílómetra per starfsmann. Ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins
19.08.2008
Tónlistarskóli Seltjarnarness - í upphafi skólaárs
Skólasetning verður í Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 17:00 en kennsla hefst degi síðar, eða miðvikudaginn 27. ágúst.
14.08.2008
Seltjarnarnes fordæmi annarra í hverfagæslu
Hverfagæsla sem tekin var upp að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness haustið 2005 virðist ætla að verða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fordæmi í eflingu íbúaöryggis. Áform eru uppi að fara að dæmi Seltirninga í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ svo vitað sé og jafnvel víða ef marka má heimildir Nesfrétta