Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn? Er jafnrétti kynjanna virt þar?
05.11.2008

Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn? Er jafnrétti kynjanna virt þar?

Samkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar komin út
04.11.2008

Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar komin út

Menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur lagt lokahönd á mótun menningarstefnu Seltjarnarness. Stefnan var unnin í góðu samráði við bæjarbúa en fyrstu skrefin voru tekin á svokölluðu menningarmóti
Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi hlýtur Grænfánann
31.10.2008

Leikskólinn Mánabrekka á Seltjarnarnesi hlýtur Grænfánann

Í morgun föstudaginn 31. október hlaut leikskólinn Mánabrekka Grænfánann í þriðja sinn. Af því tilefni var öllum þeim sem komið hafa að starfi leikskólans boðið til að fagna með börnum og starfsfólki. Börnin sungu og var mikið líf og fjör í leikskólanum enda margt um manninn.
Ný og glæsileg aðstaða skólahljómsveita í Tónlistarskóla Seltjarnarness
29.10.2008

Ný og glæsileg aðstaða skólahljómsveita í Tónlistarskóla Seltjarnarness

Nú hefur framkvæmdum á nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir lúðrasveitina í Tónlistarskólanum verið lokið. Sameinuðu voru tvö rými og hljóðeinangruð, þá var rýmið parketlagt, lagðar voru raflagnir til að auðvelda tengingu rafhljóðfæra og tölva sem sífellt eru meira notaðar við tónlistarflutning og tónlistarstjórnun.
Sameiginlegur fræðsludagur skóla á Seltjarnarnesi
29.10.2008

Sameiginlegur fræðsludagur skóla á Seltjarnarnesi

Sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 2. október sl. Fyrri hluti dagsins var helgaður aðbúnaði og ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að þeir sem vinna með börn og unglinga fá sem skýrasta mynd af hættunum sem víða leynast í samfélaginu.
Tvíburaleikskóli á Seltjarnarnesi
28.10.2008

Tvíburaleikskóli á Seltjarnarnesi

Í Mánabrekku á Seltjarnarnesi eru sex tvíburapör. Hér sjáum við þau Jóhönnu og Stefán að leik
27.10.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness - nýjar forsendur fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur snúið bökum saman og sammælst um nýjar forsendur fjárhagsáætlunar bæjarins á komandi ári í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu. Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað á fundi sínum hinn 22. október sl. eftirfarandi: Gjaldskrár leikskóla, grunnskóla, heilsdagsskóla og almennrar velferðarþjónustu verða ekki hækkaðar. Engin hækkun verður á álagningarhlutfalli útsvars, nú 12,10%, né fasteignagjalda.
Fyrstu áföngum nýrrar skólalóðar lokið
10.10.2008

Fyrstu áföngum nýrrar skólalóðar lokið

Framkvæmdum við fyrstu áfanga skólalóðar Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla er að ljúka þessa dagana en í áföngunum var reistur stór gervigrasvöllur og umhverfi norðan skólans tekið í gegn.
09.10.2008

Framkvæmdir við íþróttamannvirki bæjarins komnar langt

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á undaförnum árum við íþróttamannvirki bæjarins og umhverfi þeirra. Skemmst er að minnast glæsilegra endurbóta á Sundlaug Seltjarnarness, byggingar gervigrasvallar og heilsuræktar World Class sem hafa stórlega bætt aðstöðu til íþróttaiðkunar og heilsueflingar fyrir bæjarbúa.
09.10.2008

Fréttatilkynning frá Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ( SSH ) hélt aukafund miðvikudaginn 8. október til að ræða og fara yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og áhrifa þeirrar stöðu á rekstur og afkomu sveitarfélaganna.
07.10.2008

Tónlistarskóli Seltjarnarness - í upphafi skólaárs

Í upphafi skólaárs Tónlistarskóla Seltjarnarness ber að ýmsu að huga. Uppgjör vegna skólagjalda áttu sér stað í lok ágústmánaðar. Nánari upplýsingar um tilhögun skólaársins 2008-2009 er hægt að nálgast í síma skólans 5959 235.

07.10.2008

Vefspjall við bæjarstjóra

Opnað hefur verið fyrir vefspjall við bæjarstjóra á vef bæjarins www.seltjarnarnes.is
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?