Fara í efni

Viðburðir í Sundlaug Seltjarnarness

Nú í sumarbyrjun er mikið um að vera í sundlaug bæjarins. Nýverið var haldið upp á alþjóðlegan dag bókarinnar undir yfirskriftinni "Lesið í lauginni". Ýmislegt verður um að vera á næstunni og má þar helst nefna: Sundmót Rótary, æfingadagur ÍFR og Seltjarnarnesþríþraut

Fjölmennt í heita pottinumNú í sumarbyrjun er mikið um að vera í sundlaug bæjarins. Nýverið var haldið upp á alþjóðlegan dag bókarinnar undir yfirskriftinni "Lesið í lauginni". Ýmislegt verður um að vera á næstunni og má þar helst nefna:

Sundmót Rótarý verður haldið föstudaginn 23. maí n.k. Rótarý hreyfingin hefur haldið þetta mót í samvinnu við íþróttakennara og sundlaugina s.l. 20 ár og gefið öll verðlaun.

Þetta er gott framtak hjá Rótarýhreyfingunni og hafa ekki ófá börn einmitt hafið sundæfingar í kjölfar þessara árlegu vormóta. Þá hafa krakkar úr sunddeild KR oft aðstoðað við tímatökur og annað sem snýr að mótshaldi.

Æfingadagur ÍFR (Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík).
Æfingadagurinn verður haldinn laugardaginn 31. maí n.k. og munu keppendur æfa frá kl. 9:30 – 12:00 í sundlauginni.  Von er á öllu besta sundfólki félagsins á þessa æfingu. 

Sundið er ein af elstu greinum félagsins. Sundmenn ÍFR hafa frá upphafi verið mjög sigursælir á alþjóðlegum mótum og hefur ÍFR átt keppendur í sundi á fjölda Norðurlanda- Evrópu- Heimsmeistara- og Olympíumótum fatlaðra. Innan raða ÍFR eru 3 heimsmethafar og 2 fyrrum heimsmethafar.

Í sundi er keppt í tíu flokkum hreyfihamlaðra, þrem flokkum blindra og sjónskertra og einum flokki þroskaheftra. Keppt er í fjórum greinum í sundi þ.e. flugsundi, baksundi, bringusundi og skriðsundi (frjáls aðferð) og svo er fjórsund þar sem synt er ein vegalengd á hverju sundi.

Seltjarnarnesþríþraut verður haldin sunnudaginn 1. júní.  Þessi skemmtilega keppni hefur verið haldin undanfarin ár og hafa mótshaldarar fengið að byrja fyrstu greinina hér í sundlauginni.  Keppnin samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.  Sundkeppnin mun hefjast kl. 9:30 og mun klárast um kl. 10:00.

Í Sundlaug SeltjarnarnessÞess verður að vænta að sundlaugin verði með fleiri uppákomur í sumar,

Sundlaugin rýmkaði opnunartímann og er hún opin frá kl. 6:30 – 22:00 virka daga og 8:00 – 20:00 um helgar. 

Starfsmenn sundlaugar hvetja Seltirninga til þess að mæta í sundlaugina, því þar finna allir eitthvað við sitt hæfi í laugum, pottum, eimbaði, barnaaðstöðu og að ekki sé minnst á heilsuræktina sem er í tengslum við sundlaugina. Einnig viljum við minna á sundleikfimina sem er fjórum sinnum í viku og frítt fyrir alla.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?