04.12.2008
Vel heppnuð höfundakynning
Það var vel mætt á höfundakynningu í Eiðisskeri 18. nóvember sl. þegar Ármann Jakobsson, Árni Bergmann, Ólafur Haukur Símonarson og Ævar Örn Jósepsson lásu úr nýútkomnum verkum sínum
01.12.2008
Framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar
Birgir Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar, varð hann fyrir valinu af þeim ríflega 30 sem sóttu um starfið.
01.12.2008
Vefur Seltjarnarnesbæjar í jólabúning
Vefur Seltjarnarnesbæjar er nú í fyrsta skipti í jólabúningi með aðstoð nemenda úr 4. og 5. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness.
28.11.2008
Jólatré Seltjarnarnesbæjar
Nú er verið að setja niður jólatré bæjarins sem verða alls átta talsins og verða staðsett víðs vegar um bæinn. Fjögur þeirra eru ræktuð á Seltjarnarnesi. Þessi fjögur tré verða sett á lóðina við Mýrarhúsaskóla, nýja torgið við heilsugæslustöðina, opið svæði við Nesveg og Skerjabraut og fjórða tréð fer á flötina þar sem Lindarbraut og Suðurströnd mætast.
26.11.2008
Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi
Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi var haldin í íþróttahúsi Gróttu í lok októbermánaðar. Nemendur leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum, klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trompólíni og flugu ofan í fimleikagryfjuna.
26.11.2008
Í fararbroddi rafrænnar stjórnsýslu
Ljósleiðaraverkefni Seltjarnarnesbæjar sem og sú þjónusta sem bærinn veitir með rafrænum hætti hefur vakið athygli erlendis um nokkurt skeið en bærinn hefur verið meðlimur í alþjóðlegum samtökum rafrænna borga.
25.11.2008
Áframhaldandi uppbyggingu þráðlauss nets frestað
Í október 2007 undirrituðu Seltjarnarnes og Vodafone viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi. Í yfirlýsingunni kemur fram að með samstarfinu mun Vodafone taka að sér uppbyggingu á WiFi og WiMAX tækni til þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi.
24.11.2008
Um 300 leikskólakennarar heimsóttu leikskólana á Seltjarnarnesi
Um 300 leikskólakennarar frá nágrannasveitarfélögunum Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Álftanesi og Kópavogi sóttu Seltjarnarnesið heim í árlegri menningarferð í októbermánuði.
20.11.2008
Umsóknarfrestur vegna Bæjarlistamanns Seltjarnarness 2009
Minnt er á umsóknarfrest til að sækja um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2009.
19.11.2008
Seltjarnarnesbær rýmkar reglur um tómstundastyrki
Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega tillögu íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um rýmkun á reglum um tómstundastyrki.
11.11.2008
Foreldrar leikskólabarna á Seltjarnarnesi fá viðurkenningu
Könnun sem umferðastofa stóð fyrir í maí s.l. um öryggi barna í bílum á leið í leikskólann leiddi í ljós að foreldrar barna á Seltjarnarnes stóðu sig einna best eða um 95% barna var í réttum öryggisbúnaði.
10.11.2008
Ánægðustu íbúarnir
Íbúar Seltjarnarness eru ásamt íbúum Reykjanesbæjar eru ánægðastir Íslendinga með sveitarfélögin sín samkvæmt könnun er Capacent Gallup gerði í sumar. Reykjavík, Fjarðabyggð og Árborg verma hins vegar botnsætin. Könnunin ber saman ánægju með þjónustu meðal íbúa í 15 stærstu sveitarfélögum landsins.