17.01.2008
Enn lækka fasteignagjöld á Seltjarnarnesi
Bæjarstjórn hefur ákveðið að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og vatnsskatt enn frekar en ráð var fyrir gert við afgreiðslu fjárhagsáætlunar undir lok síðast árs. Fasteignskattur íbúðarhúsnæðis lækkar því um úr 0,24% í 0,18% af fasteigmati á milli ára eða um 25% frá og með 1. janúar 2008.
12.01.2008
Kristín G. Gunnlaugsdóttir er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008
Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistamaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 12. janúar.
03.01.2008
Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi
Álagningarhlutfall útsvars hefur verið lækkað um 2% á Seltjarnarnesi og verður 12,10% árið 2008. Fasteignaeigendur og skattgreiðendur á Seltjarnarnesi munu því njóta lægstu álagningarstuðla útsvars, fasteignaskatts, vatnsskatts og holræsagjalds á höfuðborgarsvæðinu.
21.12.2007
Eingreiðsla að fjárhæð 30.000 kr til starfsmanna bæjarins
Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum 19. des. sl. ákvörðun fjárhags- og launanefndar bæjarins um að greiða öllum starfsmönnum Seltjarnarnesbæjar eingreiðslu að fjárhæð 30.000 kr. miðað við 100% starf. Greiðslan verður lögð inn á reikning starfsmanna fyrir jólahátíð.
17.12.2007
Greiðslur vegna frístundakorta hefjast í byrjun árs
Öllum börnum og ungmennum á aldrinum 6-18 ára á Seltjarnarnesi hefur frá og með haustinu staðið til boða 25 þúsund króna tómstundastyrkur til niðurgreiðslu á gjöldum í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi.
05.12.2007
Kveikt á jólatrénu við Suðurströnd
Í morgun var kveikt á jólatréinu við Suðurströnd. Börn úr leikskólum bæjarins fjölmenntu við athöfnina og sungu af hjartans list nokkur jólalög.
04.12.2007
Jólin nálgast - gott er að gefa!
Starfsfólk, foreldrar og börn í leikskólum Seltjarnarness stóðu fyrir söfnun á værðarvoðum/teppum (ullar- og flísteppum) handa fjölskyldum í Malaví. Söfnunin stóð í eina viku frá 26. – 30. nóvember og safnaðist mikið magn af værðarvoðum.
29.11.2007
Útsvar á Seltjarnarnesi lækkar um 2% á næsta ári
Álagningarstuðull útsvars á Seltjarnarnesi lækkar úr 12,35% í 12,10% fyrsta janúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar, en fjárhagsáætlun ársins 2008 var afgreidd á fundi hennar í gær.
28.11.2007
Gott gengi liðs Selsins í Legó hönnunarkeppninni
Legó hönnunarkeppnin, "First Lego League" var haldin laugardaginn 10. nóvember í Öskju, húsi Háskóla Íslands og sigraði lið Selsins þrautakeppnina með miklum glæsibrag.
27.11.2007
Mikil ánægja með leikskóla Seltjarnarnesbæjar
Rafræn foreldrakönnun, sem gerð var í leikskólum Seltjarnarnesbæjar nýlega skilaði mjög ánægjulegum niðurstöðum. Þátttaka í könnuninni var mjög góð og var það nær samdóma álit foreldra að börnunum líði mjög vel í leikskólunum.