Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
28.06.2007

Grunnskóli Seltjarnarness leiðtogaskóli í umferðarfræðslu á höfuðborgarsvæðinu

Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness og Karl Ragnars forstjóri Umferðarstofu, undirrituðu samstarfssamning í dag að viðstöddum Kristjáni Möller samgönguráðherra
Leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs í heimsókn
22.06.2007

Leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs í heimsókn

Miðvikudaginn 20. júní sl. heimsóttu leikskólastjórar og starfsmenn skólaskrifstofu Kópavogs Seltjarnarnesbæ. Hópurinn heimsótti leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku og fræddist um leikskólastarfið á Seltjarnarnesi.
Hátíð í bæ á 17. júní
20.06.2007

Hátíð í bæ á 17. júní

17. júní hátíðarhöldin á Seltjarnarnesi fóru fram með hefðbundnu sniði. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram. Fjölmennt var í skrúðgöngunni enda veðrið milt og gott.
Jafnréttisnefnd fær merki
19.06.2007

Jafnréttisnefnd fær merki

Skemmtilegt samstarfsverkefni hefur verið í gangi milli Jafnréttisnefndar Seltjarnarness og Valhúsaskóla. Nemendum í 9. og 10. bekk gafst kostur á að búa til logo eða merki fyrir jafnréttisnefndina.
Selkórinn og Seltjarnarnesbær undirrita samstarfssamning
18.06.2007

Selkórinn og Seltjarnarnesbær undirrita samstarfssamning

Fyrr í dag undirrituðu Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Ólína Thoroddsen formaður Selkórsins samstarfssamning til þriggja ára. Selkórinn er liður í öflugu tónlistarlífi Seltjarnarness og er samningurinn ætlaður til efla kórastarfið enn frekar.
Vorhátíð í Mýrarhúsaskóla
15.06.2007

Vorhátíð í Mýrarhúsaskóla

Fimmtudaginn þann 7.júní síðastliðinn var vorhátíð í Mýrarhúsaskóla. Hátíðin var einstaklega vel heppnuð. Vorhátíðin er haldin í samstarfi foreldra og starfsfólks skólans og fer fram árlega í skólalok.
Mikil aðsókn að handverksýningu eldri bæjarbúa
13.06.2007

Mikil aðsókn að handverksýningu eldri bæjarbúa

Handverksýning eldri bæjarbúa var haldin í Bókasafni Seltjarnarness 5. til 9. júní sl. Mikil aðsókn var á sýninguna og vakti handverkið mikla athygli.
Bókaormar í leikskóla
13.06.2007

Bókaormar í leikskóla

Mánudaginn 11. júní sl. var leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku afhentir handprjónaðir bókaormarnir Sól og Máni en þá prjónuðu konurnar í félagsstarfi aldraðra. Vakti gjöfin mikla lukku.
Handgerðar brúður eftir Rúnu Gísladóttur til sýnis
12.06.2007

Handgerðar brúður eftir Rúnu Gísladóttur til sýnis

Mikil aðsókn var á brúðusýningu Rúnu Gísladóttur myndlistarkonu sem haldin var á Menningarhátíð 2005. Nú hefur Rúna ákveðið að endurtaka leikinn í tilefni Menningarhátíðar sem haldin var helgina 11.-12. júni sl.
Menningarhátíð Seltjarnarness lauk með pompi og prakt
11.06.2007

Menningarhátíð Seltjarnarness lauk með pompi og prakt

Menningarhátíð Seltjarnarness 2007 lauk í Félagsheimili Seltjarnarness á sunndagskvöldi með tónleikum Valgeirs Guðjónssonar og Jóns Ólafssonar sem skipa fámennasta sextett landsins. Tónleikarnir voru vel sóttir. Tónlistarmennirnir kitluðu jafnan hláturtaugar áhorfenda og var stemmningin hin besta.
Menningarhátíð hefst í dag
08.06.2007

Menningarhátíð hefst í dag

Menningarhátíð Seltjarnarness verður sett kl. 15:00 á Bókasafni Seltjarnarness. Hátíðin er sú viðamesta hingað til og er yfirskrift hennar Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarlífið mun blómstra á Nesinu um helgina og má benda á fjörtónleika á laugardag og popplög í VG dúr á sunnudag. Jazzklúbburinn Neskaffi mun endurtaka leikinn frá síðustu menningarhátíð en þá skapaðist gríðarleg stemning í félagsheimilinu og miðað við dagskránna nú má reikna með frábæru kvöldi.
Dagskrá Menningarhátíðar kynnt
07.06.2007

Dagskrá Menningarhátíðar kynnt

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, og Sólveig Pálsdóttir, formaður menningarnefndar, kynntu í gær dagskrá þriðju menningarhátíðar Seltjarnarness sem hefst á föstudaginn. Hátíðin verður með glæsilegasta móti að þessu sinni en yfirskrift hátíðarinnar er Seltjarnarnesið, sjórinn og útgerð.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?