Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Heitur matur fyrir öll skólabörn á Seltjarnarnesi
07.09.2007

Heitur matur fyrir öll skólabörn á Seltjarnarnesi

Undanfarin ár hafa heitar skólamáltíðir verið í boði fyrir yngri nemendur Grunnskóla Seltjarnarness en frá og með haustinu stendur öllum skólabörnum til boða að kaupa heitan hádegisverð.
Umhverfisviðurkenningar Umhverfisnefndar Seltjarnarness 2007
06.09.2007

Umhverfisviðurkenningar Umhverfisnefndar Seltjarnarness 2007

Nýverið afhenti Umhverfisnefnd Seltjarnarness umhverfisviðurkenningar ársins 2007 við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness.
Gagngerum endurbótum á húsnæði Grunnskóla Seltjarnarness fer senn að ljúka
04.09.2007

Gagngerum endurbótum á húsnæði Grunnskóla Seltjarnarness fer senn að ljúka

Þessa dagana er verið að ljúka lokaáfanga á endurbótum húsnæðis Grunnskóla Seltjarnarness þ.e. húsi Mýrarhúsaskóla. Um er að ræða umfangsmesta hluta verksins sem nær yfir kjallara hússins.
Byggingarframkvæmdir á Hrólfsskálamel ganga vel og margar íbúðir seldar
29.08.2007

Byggingarframkvæmdir á Hrólfsskálamel ganga vel og margar íbúðir seldar

Íslenskir aðalverktakar hyggjast reisa þrjú fjölbýlishús á Hrólfsskálamel sem munu telja um 80 íbúðir alls. Byggingaframkvæmdirnar ganga vel og er fyrsta húsið af þremur með 26 íbúðum á áætlun. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar síðla næsta haust.
28.08.2007

25.000 krónur til tómstundaiðkunar

Bæjarstjórn hefur samþykkt tómstundastyrki til barna og ungmenna sem búa Seltjarnarnesi og standa þeir til boða frá og með komandi hausti. Styrkirnir eru ætlaðir 6-18 ára börnum og ungmennum og eru hugsaðir sem hvati til að stunda skipulagt íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarf.

Grunnskóli Seltjarnarness settur í gær
22.08.2007

Grunnskóli Seltjarnarness settur í gær

Grunnskóli Seltjarnarness var settur í gær, 21. ágúst, og hefst kennsla samkvæmt stundarskrá í dag. Vel hefur gengið með ráðningar starfsfólks að venju þó enn vanti herslumuninn upp á að skólinn teljist fullmannaður.
Framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar
10.08.2007

Framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar

Sumarið hefur nýst vel til framkvæmda. Unnið hefur verið að endurnýjun gangstétta og götulýsinga á Sæbraut, Selbraut, Sólbraut og Skerjabraut. Einnig að viðhaldi stétta víðar í bænum.
Seltjarnarnesbær býður framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008
08.08.2007

Seltjarnarnesbær býður framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008

Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að taka þátt í bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu ásamt nágrannasveitarfélögum og Strætó Bs. með því að bjóða framhalds- og háskólanemum frítt í strætó skólaárið 2007-2008.
Mæja spæja kynnt á Bókasafni Seltjarnarness
30.07.2007

Mæja spæja kynnt á Bókasafni Seltjarnarness

Miðvikudaginn 25. júlí var útvarpsleikritið Mæja Spæja kynnt á Bókasafni Seltjarnarness. Um 25 börn komu og hlustuðu á tvo fyrstu þættina af svakamálaleikritinu "Mæja Spæja" eftir Herdísi Egilsdóttur.
Vinnuskólinn að störfum
20.07.2007

Vinnuskólinn að störfum

Vinnuskóli Seltjarnarnes hefur nú verið starfræktur frá því í um miðjan júní. Helstu verkefni vinnuskólans er að fegra og snyrta bæinn sem hefur gengið vel enda hressir og dugmiklir unglingar að verki.
Sumarferðarlag eldri borgara í Þórsmörk
13.07.2007

Sumarferðarlag eldri borgara í Þórsmörk

Í gær, 12. júlí fóru 40 eldri borgarar á Seltjarnarnesi í sumarferðalag í Þórsmörk. Áð var í Langadal og borðað nesti við skálann.
11.07.2007

Jónsmessuganga Seltjarnarness 2007

Um tvo hundruð manns mættu í Jónsmessugöngu Seltjarnarness 2007 að sögn Unnar Pálsdóttur fulltrúa menningarnefndar sem leiddi gönguna ásamt Þorvaldi Friðrikssyni fornleifafræðingi.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?