20.02.2008
Dagforeldrar á námskeiði um slysavarnir og fyrstu hjálp.
Dagforeldrar á Seltjarnarnesi sóttu námskeið í slysavörnum og fyrstu hjálp, ásamt dagforeldrum á Akranesi og í Mosfellsbæ. Á námskeiðinu var farið yfir helstu öryggisatriði varðandi lítil börn og fyrstu hjálp á slysstað
18.02.2008
Seltirningar reikna út ábata af lægri fasteignagjöldum
Seltirningar geta borið útgjöld sín vegna fasteignagjalda saman við útgjöld íbúa nokkurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að umtalsverðu munar í kostnaði fasteignaeigenda eftir búsetu.
15.02.2008
Fjármál og rekstur Seltjarnarnesbæjar 2008
Upplýsingabæklingi um fjármál og rekstur Seltjarnarnesbæjar á árinu 2008 er verið að dreifa í öll hús á Seltjarnarnesi bæjarbúum til upplýsingar. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var samþykkt samhljóða við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness síðari hluta desembermánaðar.
14.02.2008
Seltjarnarnesbær styður starfsþjálfun ungmenna á höfuðborgarsvæðinu
Á dögunum var samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness að bærinn muni ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í að greiða 40 % af kostnaði við kaup á húseign undir starfsemi Fjölsmiðjunnar.
12.02.2008
Íþróttaskóli 5 ára leikskólabarna
Íþróttaskóli Gróttu býður elsta árgangi leikskólabarnanna Seltjarnarness kennslu í þeim greinum sem Grótta bíður upp á þ.e. knattspyrna, handbolti og fimleikar. Lögð er áhersla á að æfingarnar séu einfaldar og skipulagðar þar sem allir fá verkefni við sitt hæfi.
12.02.2008
Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness
Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness var gefin út 6. febrúar síðastliðinn. Jafnréttisstefnan var unnin af stjórnendum og starfsfólki leikskólanna og á að vera leiðarvísir fyrir starfsfólk skólanna til að stuðla að góðum samskiptum við börnin, jafnræðis á milli barnanna innbyrðis, á milli starfsfólksins og við foreldra barnanna.
07.02.2008
Íþróttamenn Seltjarnarness fyrir árið 2007 eru Anna Kristín Jensdóttir og Snorri Sigurðsson.
Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 31. janúar sl. að viðstöddum fjölda manna. Kjör íþróttamanns Seltjarnarness hefur verið árviss viðburður síðan 1993 í umsjón Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness.
07.02.2008
Stjórn Lækningaminjasafns tekur til starfa á Seltjarnarnesi
Stjórn Lækningaminjasafns Íslands tók til starfa síðla síðasta ár. Í stjórninni sitja fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Sunneva Hafsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Þjóðminjasafns situr Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður en Atli Þór Ólason og Sigurbjörn Sveinsson fyrir Læknafélag Íslands.
06.02.2008
Furðuverur á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness
Hinar ýmsu furðuverur, smáar og stórar, hafa lagt leið sína á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness í dag. Þar hafa þær sungið hástöfum, bæði þjóðlegar vísur og frumsamin ljóð, starfsmönnum til ánægju.
05.02.2008
Dagur leikskólans
Menntamálaráðuneytið, Félag leikskólakennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hafa tekið höndum saman um að 6. febrúar ár hvert veði Dagur leikskólans.
04.02.2008
Frítt í sund og sundleikfimi fyrir eldri borgara og ódýrast í sund fyrir almenning á Seltjarnarnesi
Eldra fólk á Seltjarnarnesi nýtur ókeypis aðgengis að Sundlaug Seltjarnanes á grundvelli fjölskyldustefnu bæjarins. Fjölmargir eldri Seltirningar hafa nýtt sér þennan kost til heilsuræktar auk sundleikfiminnar sem jafnframt er eldra fólki að kostnaðarlausu.
22.01.2008
Gott ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi
Ástand í málum ungmenna á Seltjarnarnesi að mati samráðshóps um áfengis og vímuvarna nokkuð gott. Foreldrasamstarf hefur verið mjög virkt og hefur umræðu um foreldralaus teiti verið haldið á lofti, þar sem foreldrar taka höndum saman og sjá til þess að slík teiti séu ekki í boði fyrir ungmennin