Bæjarstjóri Seltjarnarness tók á móti evrópskum sveitarstjórnarmönnum á sunnudaginn 4. maí sl. Sveitarstjórnarmennirnir voru ríflega 20 talsins og eru hér á landi m.a. í boði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bæjarstjóri Seltjarnarness tók á móti evrópskum sveitarstjórnarmönnum á sunnudaginn 4. maí sl. Sveitarstjórnarmennirnir voru ríflega 20 talsins og eru hér á landi m.a. í boði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Var Seltjarnarnesið kynnt fyrir mönnunum, þá var stoppað við hákarlaskúrinn þar sem boðið var upp á hákarl. Boðið var upp á kynningu á sveitarfélaginu Seltjarnarnesi á Bókasafni Seltjarnarness. Að lokum var farið með hópinn á safnasvæðið við Nesstofu þar sem þeir þáðu veitingar í Lyfjafræðisafninu og Selkórinn skemmti hópnum með rammíslenskri sönglagadagskrá.