Vikuna 2. – 9. maí fer fram árleg hreinsunarvika á Seltjarnarnesi undir slagorðunum: Koma svo – Allir með
Vikuna 2. – 9. maí fer fram árleg hreinsunarvika á Seltjarnarnesi undir slagorðunum: Koma svo – Allir með
Þessa viku eru bæjarbúar hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum og huga að sínu nánasta umhverfi og opnum svæðum. Allt telur hvort um er ræða að sópa, spúla, mála, klippa
Vaskir starfmenn áhaldahúss Seltjarnarness munu í hreinsunarvikunni fjarlægja garðaúrgang og afklippur í knippum sem settur hefur verið við lóðamörk.
Athugið að einungis verður fjarlægt það sem áður er upptalið en ekki almennt rusl og úr sér gengin tæki. Þeim sem þurfa að farga slíku er bent á næstu móttökustöð Sorpu.
Í vikunni verður svo borinn í hús umhverfisvænn sumarglaðingur frá umhverfisnefnd Seltjarnarness.