Nýverið samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarness tillögu umhverfisnefndar um að styrkja innleiðingu Grænu tunnunar/endurvinnslutunnunar í bæjarfélagið.
Nýverið samþykkti bæjarstjórn Seltjarnarness tillögu umhverfisnefndar um að styrkja innleiðingu grænu tunnunar/endurvinnslutunnunar í bæjarfélagið.
Verkefnið fer af stað 1. maí næstkomandi og geta bæjarbúar sótt um tunnu hjá Íslenska gámafélaginu og Gámaþjónustunni sem en bæði fyrirtækin bjóða þennan valkost.
Ekki skiptir máli frá hvorum aðilanum tunnan kemur. Sótt skal um styrk vegna tunnunar inn á rafrænu Seltjarnarnesi eftir 1. maí næstkomandi að því gefnu að tunna hafi verið pöntuð hjá ofantöldum aðilum.
Seltjarnarnesbær greiðir fyrir fyrstu sex mánuði verkefnisins frá afhendingardegi tunnunar – eftir það greiðir neytandinn sjálfur fyrir þennan valkost.
Þeir sem nú þegar hafa endurvinnslutunnur geta einnig sótt um styrkinn.
Upplýsingasíður um grænu tunnuna/endurvinnslutunnuna:
- Íslenska gámafélagið,
- Gámaþjónustan
- Sorpa - upplýsingar um endurvinnslu