12.08.2008
Vinnuskóli Seltjarnarness vel sóttur í sumar
Allir þeir nemendur sem sóttu um störf hjá Vinnuskóla Seltjarnarness fengu vinnu í sumar. Steinunn Árnadóttir garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar hefur umsjón með vinnuskólanum og segir hann vel sóttan í ár.
28.07.2008
Nýr framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar
Ólafur Melsteð landslagsarkitekt hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ráðninguna formlega í ágúst. Ólafur tekur við af Einari Norðfjörð sem gegnt hefur starfinu af alúð og ósérhlífni í 34 ár, Einar flyst í annað starf að eigin ósk.
25.07.2008
Nýr vefur Seltjarnarnesbæjar
Seltjarnarnesbær hefur endurnýjaða vefsíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is en helsta áherslubreytingin lýtur að viðmóti vefjarins. Meiri áhersla er á að gera þjónustu bæjarins sýnilegri og aðgengilegri og greiða fyrir sjálfsafgreiðslu íbúa sem er í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um rafræna stjórnsýslu
21.07.2008
Sumarferð eldri borgara á Seltjarnarnesi
Hin árlega sumarferð eldri borgara á Seltjarnarnesi var farin í Veiðivötn 10. júlí sl. Sextíumanns voru í ferðinni en veðrið og flugurnar léku við hópinn allan daginn.
15.07.2008
Hverfagæsla Seltjarnarnesbæjar mælist vel fyrir
Í nýlegri þjónustukönnun sem Capacent gerði fyrir Seltjarnarnesbæ kemur fram mikil ánægja með hverfagæslu sem bæjaryfirvöld höfðu frumkvæði að fyrir nokkrum misserum.
02.07.2008
Þjóðhátíðardagur Íslendinga
Þjóðhátíðardagur Íslendinga fór fram með hefðbundnu sniði í blíðskapar veðri á Seltjarnarnesi. Skrúðganga með lúðrasveit Seltjarnarness í broddi fylkingar gekk frá Lindarbraut að Eiðistorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram.
24.06.2008
Árleg Jónsmessuganga
Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gærkvöldi í brakandi sólskini og blíðu
23.06.2008
Jónsmessugangan 2008
Jónsmessuganga undir leiðsögn Sigurgeirs Sigurðssonar fv.bæjarstjóra.
20.06.2008
Nesstofa opnuð
Nesstofa var opnuð sl. laugardag með pompi og prakt að viðstöddu fjölmenni. Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson og Þjóminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir klipptu á borðann og sögðu frá uppruna Nesstofu og þeim tilgangi sem hún þjónaði þá og nú.
19.06.2008
Félagsstarf eldir borgara á Seltjarnarnesi.
Meðal þess sem boðið er upp á í félagsstarfi eldri borgara er Jóga leikfimi og nýtur hún sífellt aukinna vinsælda.