Fara í efni

Seltjarnarneskaupstaður og TM Software undirrita samstarfssamning

Seltjarnarneskaupstaður og TM Software hafa undirritað samstarfssamning um altækan rekstur tölvukerfa bæjarins, fjármögnunarþjónustu og notendaþjónustu

Ágúst Einarsson og Jónmundur GuðmarssonÁgúst Einarsson, forstjóri TM Software og Jónmundur Guðmarsson bæjarstóri (c) 2008 Ellen Calmon

Seltjarnarneskaupstaður og TM Software hafa undirritað samstarfssamning um altækan rekstur tölvukerfa bæjarins, fjármögnunarþjónustu og notendaþjónustu. Í samningnum felst allur daglegur rekstur tölvukerfa og tölvubúnaðar sem og notendaþjónusta með viðveru tæknimanna og aðgangi starfsmanna bæjarins að Þjónustumiðstöð TM Software sem opin er allan sólarhringinn allt árið um kring.

Samningurinn er gerður í framhaldi af útboði sem Seltjarnarneskaupstaður stóð fyrir fyrr á árinu. Mörg tilboð bárust bænum en TM Software bauð hagstæðasta tilboðið með tilliti til fjölda þjónustuþátta sem boðnir voru.

Samningurinn felur í sér  rekstur allra tölvukerfa bæjarins en miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim á undanförnum árum. TM Software hefur séð um rekstur tölvukerfa Seltjarnarneskaupstaðar undanfarin ár og stýrt og séð um framkvæmd á viðamiklum úrbótaverkefnum sem bærinn hefur farið í til að endurnýja og bæta tölvuumhverfi sitt eins og endurnýjun netþjóna og netkerfis og endurhögun tölvukerfa svo eitthvað sé nefnt.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?