Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum í gær ráðningu Guðlaugar Sturlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness frá og með næsta skólaári.
Bæjarstjórn Seltjarnarness staðfesti á fundi sínum í gær ráðningu Guðlaugar Sturlaugsdóttur í stöðu skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness frá og með næsta skólaári.
Guðlaug er fráfarandi skólastjóri Ingunnarskóla í Grafarholti og hefur stjórnað honum frá upphafi. Þar áður var hún meðal annars skólastjóri á Hellissandi auk þess að hafa kennt í fjölmörgum skólum bæði í Reykjavík sem á landsbyggðinni.
Guðlaug hefur unnið mikið frumkvöðlastarf í Ingunnarskóla en skólinn var sá fyrsti á Íslandi sem sérstaklega var byggður utan um hugmyndafræðina um einstaklingsmiðað nám.
Alls sóttu 8 um starf skólastjóra Grunnskóla Seltjarnarness.