Í vetur hafa fulltrúar heilsugæslustöðvarinnar átt í óformlegum viðræðum við Seltjarnarnesbæ um mögulega stækkun á húsnæði stöðvarinnar og breytingu á eignarhaldi núverandi húsnæðis. Með flutningi bókasafnsins á Eiðistorg skapaðist svigrúm fyrir heilsugæsluna til að mæta þörf fyrir aukið húsrými og þar með eflingu þjónustu í vesturbæ og á Seltjarnarnesi.
Í vetur hafa fulltrúar heilsugæslustöðvarinnar átt í óformlegum viðræðum við Seltjarnarnesbæ um mögulega stækkun á húsnæði stöðvarinnar og breytingu á eignarhaldi núverandi húsnæðis. Með flutningi bókasafnsins á Eiðistorg skapaðist svigrúm fyrir heilsugæsluna til að mæta þörf fyrir aukið húsrými og þar með eflingu þjónustu í vesturbæ og á Seltjarnarnesi.
Báðir aðilar hafa lýst áhuga á slíkum viðskiptum, formlegar viðræður munu ekki hafnar en bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi hefur nýlega óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að hafnar verði formlegar viðræður um málið. Markmið viðræðnanna er m.a. að tryggja að heilsugæslustöðin verði áfram staðsett á Seltjarnarnesi.