Þann 1. desember sl. voru 125 ár liðin frá því að fyrst var tendrað vitaljós við Íslandsstrendur þegar kveikt var á olíulampa Reykjanessvitans gamla sem löngu er horfinn af sjónarsviðinu. Af því tilefni gekkst Íslenska vitafélagið í samstarfi við Siglingastofnun, Seltjarnarnesbæ og fleiri aðila fyrir flóðlýsingu Gróttuvita. Vitinn þótti henta vel til þessa þar sem um fagra byggingu er að ræða sem stendur í námunda við fjölmenna byggð.
Þann 1. desember sl. voru 125 ár liðin frá því að fyrst var tendrað vitaljós við Íslandsstrendur þegar kveikt var á olíulampa Reykjanessvitans gamla sem löngu er horfinn af sjónarsviðinu. Af því tilefni gekkst Íslenska vitafélagið í samstarfi við Siglingastofnun, Seltjarnarnesbæ og fleiri aðila fyrir flóðlýsingu Gróttuvita. Vitinn þótti henta vel til þessa þar sem um fagra byggingu er að ræða sem stendur í námunda við fjölmenna byggð.
Í byrjun janúar veitti Orkuveita Reykjavíkur viðurkenningu fyrir skreytingar á veitusvæðinu og fékk flóðlýsing Gróttuvita m.a. viðurkenningu. Í umsögn OR segir að um skemmtilega lýsingu og viðeigandi framtak sé að ræða sem auki gildi útivistarsvæðisins á Gróttu.
Fyrst var reistur viti í Gróttu árið 1897 og stóð hann örlítið vestar en núverandi viti. Vitinn sem nú stendur í Gróttu var reistur 1947.
Myndin er af vef Orkuveitunnar