Á vef FMR má sjá að á tímabilinu 1994 til 2003 hefur meðalfermetraverð fasteigna á Seltjarnarnesi tvöfaldast og er hið hæsta á landinu. Fyrir áratug var dýrast að fjárfesta í einbýli í Mosfellsbæ en nú trónir Seltjarnarnes á toppnum. Ljóst er að um gríðarlega hagsmuni er að ræða fyrir fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi enda er húsnæði yfirleitt stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu. Helsta skýringin mun vera mikil og vaxandi eftirspurn eftir húsnæði á Seltjarnarnesi en staðsetningin ásamt einstakri náttúru, traustri fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og góðri þjónustu gerir Seltjarnarnes að einu af eftirsóttustu bæjarfélögum landsins.
Á vef FMR má sjá að á tímabilinu 1994 til 2003 hefur meðalfermetraverð fasteigna á Seltjarnarnesi tvöfaldast og er hið hæsta á landinu. Fyrir áratug var dýrast að fjárfesta í einbýli í Mosfellsbæ en nú trónir Seltjarnarnes á toppnum. Ljóst er að um gríðarlega hagsmuni er að ræða fyrir fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi enda er húsnæði yfirleitt stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu. Helsta skýringin mun vera mikil og vaxandi eftirspurn eftir húsnæði á Seltjarnarnesi en staðsetningin ásamt einstakri náttúru, traustri fjárhagsstöðu bæjarfélagsins og góðri þjónustu gerir Seltjarnarnes að einu af eftirsóttustu bæjarfélögum landsins.
Fasteignamat hækkaði að meðaltali um 10,7% á landinu um áramótin frá árinu áður og gildir matið á árinu 2004. Mat á íbúðarhúsnæði hækkar mun meira en mat á atvinnuhúsnæði eða um 12,5% samanborið við 6,9% hækkun á mati á atvinnuhúsnæði, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Fasteignamat á Seltjarnarnesi hækkaði um 15%.
Meðalfermetraverð á nokkrum stöðum árin 2003 og 1994 |
||||
2003 |
1994 |
|||
Suðvesturhornið |
Sérbýli |
Fjölbýli |
Sérbýli |
Fjölbýli |
Seltjarnarnes |
129.938 |
134.630 |
66.833 |
77.696 |
Kópavogur |
114.243 |
134.242 |
58.334 |
71.961 |
Reykjavík |
111.486 |
129.684 |
58.722 |
74.185 |
Garðabær |
115.297 |
134.886 |
64.424 |
78.818 |
Hafnarfjörður |
101.903 |
120.087 |
62.204 |
70.745 |
Mosfellsbær |
116.663 |
127.025 |
67.989 |
66.060 |
Reykjanesbær |
88.260 |
93.394 |
56.745 |
60.694 |