01.06.2004
Vinnuskóli Seltjarnarness, smíðavöllur og matjurtargarðar
Vinnuskóli Seltjarnarness verður settur 9. júní nk. kl. 20:00 í Íþróttahúsi Seltjarnarnarness. Æskilegt er a foreldra/forráðamaður mæti með börnum sínum við setningu skólans.
01.06.2004
Handverksýning á degi aldraðra
Handverksýning eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi var haldin á degi aldraðra sem var á uppstigningardag. Þar var afrakstur vetrastarfs aldraðra sýndur og er óhætt að segja að þar hafi fjölbreytnin ráðið ríkjum.
01.06.2004
Verklegar framkvæmdir við gatnakerfi á Seltjarnarnesi.
Í vor hófust framkvæmdir við að lagfæra göngustíga við sjávarströndina sem skemmst höfðu í óveðri í vetur. Stígur út í Suðurnes var malborin og heflaður en hann fór óvenju illa í sjógangi á síðastliðnum vetri.
01.06.2004
Umferðardagar á Seltjarnarnesi
Kennarar í grunnskólunum lögðu áherslu á umferðarfræðslu þessa viku og unnu að margs konar verkefnum með nemendum.
26.05.2004
Niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneysla ungs fólks á Seltjarnarnesi kynntar
Á fundi með foreldrum nemenda í Valhúsaskóla, þann 11. maí s.l., kynnti fyrirtækið Rannsókn og greining niðurstöður rannsóknar um vímuefnaneyslu ungs fólks á Seltjarnarnesi. Í ljós kom að ástand þeirra mála hefur verið mjög gott á Seltjarnarnesi að undanförnu. Rannsóknir hófust árið 1998 en þá var ástandið hér verra en annars staðar á landinu. Samkvæmt könnun sem lögð var fyrir nemendur í Valhúsaskóla árið 2003 hefur ástandið stórlagast og var í fyrra orðið það besta á landinu.
08.01.2004
Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona, valin bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrir árið 2004
Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 10. janúar s.l. í hófi sem haldið var í nýju og glæsilegu húsnæði Bókasafns Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona sem tekur við nafnbótinni af tónlistarmanninum Bubba Morthens.
05.10.2002
Ásbjörn Morthens (Bubbi) Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2002
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2002 og tók við viðurkenningunni úr hendi Sólveigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar Seltjarnarness.
11.10.2001
Messíana Tómasdóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2001
MESSÍANA Tómasdóttir hefur verið valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2001. Þetta er í sjötta sinn sem valinn er bæjarlistamaður Seltjarnarness, en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins.
30.09.2000
Rúna Gísladóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2000
RÚNA Gísladóttir myndlistarkona hefur verið valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2000. Þetta er í fimmta sinn sem valinn er bæjarlistamaður Seltjarnarness, en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins.
28.09.1999
Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1999
GUÐRÚN Einarsdóttir, myndlistarkona, hefur verið valinn bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1999. Þetta er í fjórða sinn sem valinn er bæjarlistamaður Seltjarnarness en menningarnefnd Seltjarnarness stendur fyrir vali bæjarlistamannsins.
24.09.1998
Ragna Ingimundardóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1998
RAGNA Ingimundardóttir leirkerasmiður hefur verið valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1998 og var henni veitt viðurkenning við hátíðlega athöfn í Koníaksstofunni á Eiðistorgi.
28.08.1997
Herdís Tómasdóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 1997
HERDÍS Tómasdóttir, myndlistarmaður, hefur verið valin bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 1997. Herdís er annar Seltirningurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu en það er Lista og menningarsjóður Seltjarnarness sem stendur fyrir vali bæjarlistamanns.