Fara í efni

Um 65 milljónir til framkvæmda við skólamannvirki

Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að í kringum 65 milljónum verði varið til nýfjárfestinga og viðhalds á skólamannvirkjum Seltjarnarnesbæjar. Í áætluninni kemur fram að um 9 milljónum verði varið til viðhalds og framkvæmda við Valhúsaskóla. Meðal annars á að ljúka við anddyri skólans sem reist var í sumar. Einnig á að ljúka við endurnýjun eldri stofa skólans ásamt fleiru. Að loknum þessum framkvæmdum má segja að búið sé að endurnýja allan Valhúsaskóla.

Frá MýrarhúsaskólaÍ fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir að í kringum 65 milljónum verði varið til nýfjárfestinga og viðhalds á skólamannvirkjum Seltjarnarnesbæjar. Í áætluninni kemur fram að um 9 milljónum verði varið til viðhalds og framkvæmda við Valhúsaskóla. Meðal annars á að ljúka við anddyri skólans sem reist var í sumar. Einnig á að ljúka við endurnýjun eldri stofa skólans ásamt fleiru. Að loknum þessum framkvæmdum má segja að búið sé að endurnýja allan Valhúsaskóla.

Tæplega 30 milljónum á að verja í áframhaldandi viðhald Mýrarhúsaskóla. Í sumar sem leið var skólinn klæddur og skipt um glugga en á næsta ári hefjast endurbætur á innra rými skólans. Í því felst m.a. gagnger endurnýjun allra lagna ásamt gólfefnum og fleiru. Einnig verður hafinn undirbúningur að gerð mötuneytis við Mýrarhúsaskóla.

Rúmlega 20 milljónir fara í stækkun tónlistarskólans. Eftir að bókasafnið flutti í nýtt húsnæði skapaðist tækifæri til að bæta aðstöðu skólans sem áður deildi húsnæði með safninu. Aðstaða í skólanum verður líklega sú besta á landinu eftir breytingar en tónlistarskólinn er nú þegar einn sá stærsti hér á landi.

Um fjórum milljónum verður varið til viðhalds og nýframkvæmda við leikskólana og áfram verður unnið við fræðasetrið í Gróttu.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?