Fara í efni

Félagsstarf aldraðra að hefjast

Þessa dagana er félagsstarf aldraðra að hefjast eftir jólaleyfi. Að venju er dagskráin fjölbreytt og margt spennandi í boði. Auk handavinnu er boðið upp á keramik og postulínsstimplun, tréskurð, bókband og glerskurðarnámskeið. Leikfimi verður stunduð tvisvar í viku og boccia einu sinni í viku. Auk þess eru spilakvöld annan hvern þriðjudag til vors og einu sinni í mánuði er farið í óvissuferð.

Frá félagsstarfi aldraðraÞessa dagana er félagsstarf aldraðra að hefjast eftir jólaleyfi. Að venju er dagskráin fjölbreytt og margt spennandi í boði. Auk handavinnu er boðið upp á keramik og postulínsstimplun, tréskurð, bókband og glerskurðarnámskeið. Leikfimi verður stunduð tvisvar í viku og boccia einu sinni í viku. Auk þess eru spilakvöld annan hvern þriðjudag til vors og einu sinni í mánuði er farið í óvissuferð.

Aðsókn að félagsstarfinu er vaxandi og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskránni en hana má finna hér, auk þess sem henni hefur verið dreift til eldriborgara.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?