Leikskólinn Mánabrekka hefur náð þeim merka áfanga að vera tekinn inn í Grænfánann, en það er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Mánabrekka er einn örfárra leikskóla í landinu sem hefur náð þessum árangri. Strax í upphafi leikskólans var mörkuð ákveðin umhverfisstefna og markvisst hefur verið unnið að umhverfisfræðslu og umhverfisvernd með börnum og starfsfólki skólans. Skólar sem öðlast rétt til þátttöku í Grænfánaverkefninu þurfa að uppfylla a.m.k. sjö skref til að fá að flagga Grænfánanum.
Leikskólinn Mánabrekka hefur náð þeim merka áfanga að vera tekinn inn í Grænfánann, en það er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Mánabrekka er einn örfárra leikskóla í landinu sem hefur náð þessum árangri. Strax í upphafi leikskólans var mörkuð ákveðin umhverfisstefna og markvisst hefur verið unnið að umhverfisfræðslu og umhverfisvernd með börnum og starfsfólki skólans. Skólar sem öðlast rétt til þátttöku í Grænfánaverkefninu þurfa að uppfylla a.m.k. sjö skref til að fá að flagga Grænfánanum.
Leikskólar hér á landi hafa ekki haft möguleika á þátttöku fyrr en í september sl. og þurfa að líða sex mánuðir frá því að skóli fær samþykki fyrir þátttöku og þar til heimilt er að flagga Grænfánanum.
Fánann fá skólar í kjölfar verkefna sem ætlað er að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. En þar sem Mánabrekka hefur svo lengi unnið samkvæmt ákveðinni umhverfisstefnu og þar með uppfyllt nær öll þau skilyrði sem sett eru um rétt til Grænfánans er útlit fyrir að hægt verði að flagga fánanum á umhverfisdeginum 25. apríl 2004.
Þessi tíðindi eru afar ánægjuleg og hefur leikskólinn skarað fram úr hvað varðar umhverfismál í bæjarfélaginu. Þess má einnig geta að reynslan í Evrópu sýnir að skólar sem hafa tekið þátt í verkefninu geta sparað umtalsvert í rekstri.