Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda skammt að bíða þess að hátíðin gangi í garð. Í lok nóvember voru skreytingar settar á ljósastaura og gatnamót Suðurstrandar og Nesvegs. Að þessu sinni var aukið við skreytingarnar þannig að nú er Nesvegur skreyttur frá bæjarmörkunum að gatnamótunum. Þaðan taka við skreytingar meðfram Suðurströnd allt að Bakkavör.
Seltjarnarnesbær er óðum að taka á sig jólalegan blæ enda skammt að bíða þess að hátíðin gangi í garð. Í lok nóvember voru skreytingar settar á ljósastaura og gatnamót Suðurstrandar og Nesvegs. Að þessu sinni var aukið við skreytingarnar þannig að nú er Nesvegur skreyttur frá bæjarmörkunum að gatnamótunum. Þaðan taka við skreytingar meðfram Suðurströnd allt að Bakkavör.
Bæjarbúar hafa brugðist vel við aukningu á skrauti. Garðyrkjustjóri Seltjarnarness, Steinunn Árnadóttir hefur veg og vanda að jólaskreytingum á Nesinu í náinni samvinnu við bæjarstjóra. Að hennar sögn mun örugglega verða bætt við á næstu árum þó að sjálfsögðu verði reynt að hafa skrautið smekklegt og innan skynsamlegra marka. Markmiðið með skreytingunum er að gleðja bæjarbúa og lýsa bæinn enn betur upp í svartasta skammdeginu.