Nýlega staðfesti bæjarstjórn tillögu skólanefndar nýja gjaldskrá fyrir leikskóla Seltjarnarness en fyrri gjaldskrá var frá júní 2001. Með hinni nýju gjaldskrá bætast m.a. við nýir afsláttarflokkar. Nýtt 25% aflsáttargjald er t.d. komið inn fyrir foreldra sem gildir þar sem annað foreldrið er í fullu námi og er Seltjarnarnesbær þriðja bæjarfélagið á landinu sem veitir slíkan afslátt. Séu báðir foreldrar í námi nemur afslátturinn 40%.
Nýlega staðfesti bæjarstjórn tillögu skólanefndar nýja gjaldskrá fyrir leikskóla Seltjarnarness en fyrri gjaldskrá var frá júní 2001. Með hinni nýju gjaldskrá bætast m.a. við nýir afsláttarflokkar. Nýtt 25% aflsáttargjald er t.d. komið inn fyrir foreldra sem gildir þar sem annað foreldrið er í fullu námi og er Seltjarnarnesbær þriðja bæjarfélagið á landinu sem veitir slíkan afslátt. Séu báðir foreldrar í námi nemur afslátturinn 40%.
Afslættirnir koma sér einkar vel fyrir námsmenn því þeir hafa ekki áhrif á upphæð námslána eins og auknar tekjur myndu gera. Sem dæmi má nefna að sé annað foreldrið í námi og sé með eitt barn á leikskóla nemur afsláttur á mánuði frá um 3.000 kr. til um 7.000 kr. eftir því hve barnið er lengi í skólanum. Hinn nýi afsláttarflokkur hefur hlotið einkar jákvæðar undirtektir hjá námsmönnum þar sem hann bætir kjör þeirra umtalsvert.