Fara í efni

Tillaga að deiliskipulagi í Seltjarnarneskaupstað

Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Seltjarnarneskaupstað.

Tillagan tekur til Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og afmarkast í grófum dráttum af Suðurströnd, Nesvegi, Kirkjubraut, Skólabraut, mörkum lóðar Valhúsaskóla og opnu svæði austan Bakkavarar.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Greinargerð (pdf- skjal 3,17 mb) og Tölvumyndband (wmv-skjal 9,92 mb)

Tillagan verður til sýnis á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness Austurströnd 2 og á Bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg frá 30. júlí 2004 til og með 27. ágúst 2004. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til bæjarskrifstofu Seltjarnarness eigi síðar en 10. september 2004.  Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna.

Deiliskipulagstillagan er m.a. byggð á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarneskaupstaðar sem samþykkt var til kynningar á fundi bæjarstjórnar 30. júní 2004.  Aðalskipulagstillagan liggur frammi til kynningar á sömu stöðum og deiliskipulagstillagan.

Seltjarnarnesi 30. júlí 2004,

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?