Fara í efni

Skólalúðrasveit Seltjarnarness í Vínarborg

Skólalúðrasveit Seltjarnarness, alls um 40 manns með stjórnanda og fararstjórum fóru í vikuferð þann 8. júlí sl. til Vínarborgar. Þar tók sveitin þátt í árlegu tónlistarmóti sem var haldið þar í 33. sinn. Dagskrá og umgjörð voru mjög glæsileg.

Hljómsveitin tók þátt í keppni lúðrasveita og var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Vínarborgar meðal dómara. Sveitin lenti í fjórða sæti í mjög harðri keppni en aðeins 2 stig af 100 mögulegum skildi að fjórða og þriðja sæti og 6 stig fjórða og annað sætið. Hljómsveitin sem vann var 120 manna hljómsveit frá Japan.

Auk keppninnar og margvíslegrar spilamennsku var þátttakendum boðið til fjölbreyttrar menningardagskrár í Vínarborg og nærsveitum. Stjórnandi Skólalúðrasveitarinnar er Kári H. Einarsson




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?