Fara í efni

Seltirningum boðið í leikhús

Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar er bæjarbúum boðið á sýningu Leiklistarfélags Seltjarnarness á Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Bjarna Ingvarssonar. Sýningin var frumsýnd í vor við frábærar undirtektir og komust færri að en vildu.

Boðssýningarnar verða þrjár talsins:
26. ágúst kl. 20:00,
28. ágúst kl. 15:00 og
29. ágúst kl. 20:00.

Sýningarnar verða í Félagsheimili Seltjarnarness. Hægt er að nálgast miða á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness á Austurströnd og einnig við innganginn fyrir sýningar ef ekki verður uppselt.

Þess má geta að vegna mikillar eftirspurnar hyggur Leiklistarfélagið á frekari sýningar í haust. Upplýsingar um þær má fá í síma 696-1314.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?