Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
02.02.2005

Fyrirlestrar og námskeið fyrir starfsfólk í skólasamfélaginu á Seltjarnarnesi

Þann 4. janúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir starfsfólk leikskólanna um jafnréttismál þar sem Kristín Ólafssdóttir jafnréttisfulltrúi gerði grein fyrir leiðum til jafnréttis í leikskólastarfi. Þann 24. janúar sl. var haldinn sameiginlegur fræðslufundur fyrir starfsfólk skólanna þar sem Steinunn I Stefánsdóttir, B.A. í sálfræði, M.Sc. í viðskiptasálfræði og M.Sc. í streitufræðum hélt erindi sem hún kallaði: „Orkustjórnun í dagsins önn“.
Nemendur í 9. JS í Valhúsaskóla söfnuðu 80.000 krónum til hjálparstarfs
28.01.2005

Nemendur í 9. JS í Valhúsaskóla söfnuðu 80.000 krónum til hjálparstarfs

Nemendur í 9 JS í Valhúsakóla lögðu sitt af mörkum vegna hamfaranna í suð-austur Asíu og söfnuðu 80.000 krónum sem afhentar voru Önnu M. Þ. Ólafsdóttur frá Hjálparstarfi kirkjunnar, fimmtudaginn 27. janúar.
Seltjarnarnesbær vátryggir hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
26.01.2005

Seltjarnarnesbær vátryggir hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Þriðjudaginn 25. janúar var undirritaður vátryggingasamningur milli Seltjarnarnesbæjar og Sjóvá-Almennra trygginga hf. Samningurinn nær til allra stofnana og fyrirtækja bæjarfélagsins og er gildistími hans fimm ár.
24.01.2005

Hjúkrunarheimilið á Lýsislóð

Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið samþykkti í byrjun árs tillögu Seltjarnarnesbæjar í samvinnu við ÍAV og Reykjavíkurborg um að reisa 90 rýma hjúkrunarheimili á Lýsislóðinni við Eiðisgranda.
Fjármál og rekstur 2005 komið út
21.01.2005

Fjármál og rekstur 2005 komið út

Þessa dagana er verið að dreifa samantekt á forsendum og útfærslu fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa íbúa um ráðstöfun fjármuna bæjarins á sem skýrastan hátt.
21.01.2005

Samantekt á breytingum fasteignagjalda eftir samþykkt bæjarstjórnar

Álagningarstuðull fasteignaskatts lækkar um 11% úr 0,36% í 0,32%.
Fasteignaskattur, vatnsgjald og lóðarleiga lækka verulega
20.01.2005

Fasteignaskattur, vatnsgjald og lóðarleiga lækka verulega

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu meirihluta um að lækka álögur á fasteignaeigendur á Seltjarnarnesi til að vega á móti miklum hækkunum á fasteignamati á íbúðarhúsnæði í bænum. Fasteignaskattur mun lækka um 11%, lóðarleiga um tæplega 47% og vatnsskattur um 13%. Áætlað er að tekjur bæjarins lækki um tæpar 25 milljónir króna við þessa breytingu frá því sem ella hefði orðið.
Myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness í janúar 2005.
12.01.2005

Myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness í janúar 2005.

Val á bæjarlistamanni Seltjarnarness 2005 var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness laugardaginn 8. janúar 2005. Við þá athöfn var einnig opnuð myndlistarsýning í Bókasafni Seltjarnarness.
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2005
08.01.2005

Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2005

Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 8. janúar s.l. í hófi sem haldið var í nýju og glæsilegu húsnæði Bókasafns Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari sem tekur við nafnbótinni af leikkonunni Margrét Helga Jóhannsdóttir.
04.01.2005

Sorphirðudagatal fyrir árið 2005.

Jólasýning Fimleikadeildar Gróttu
31.12.2004

Jólasýning Fimleikadeildar Gróttu

Jólasýning fimleikadeildarinnar fór fram í Íþróttahúsi Seltjarnarness, þriðjudaginn 14. desember sl. fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Sýningin var hin glæsilegasta og eru hér nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri.
Samningur um lagningu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi
31.12.2004

Samningur um lagningu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi

Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í gær samning um uppbyggingu ljósleiðaranets á Seltjarnarnesi. Í samningnum er gert ráð fyrir að a.m.k. 85% húsa á Seltjarnarnesi verði tengd ljósleiðarakerfi Orkuveitunnar í lok 2005 og öll hús í bæjarfélaginu verði tengd um mitt ár 2006.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?