Að frumkvæði umhverfisnefndar Seltjarnarnesbæjar eru hafnar rannsóknir á minjum við Bygggarðsvör en Fornleifavernd ríkisins gaf nýverið út leyfi fyrir þeim.
Rannsóknirnar eru í tengslum við hugmyndir um viðhald minja er tengjast sjósókn við Vörina ásamt uppbyggingu nýrra mannvirkja í anda þeirra er þar voru á 19. öld. Margrét Hermanns Auðardóttir, fornleifafræðingur er umsjónarmaður verksins en tilgangur rannsóknanna er að kanna hlutverk og aldur valinna mannvirkjaleifa við Bygggarðsvör.
Við Bygggarðavör er að finna mannvirkjaleifar innan svæðanna A-B-C-D-E-F-G-H og I. Hugsanlega einnig innan svæðis merkt J. Staðsetning og umfang könnunarskurða eru afmörkuð með rauðum lit.