Í gær voru fyrstu máltíðirnar í nýju mötuneyti Mýrarhúsaskóla bornar á borð við góðar undirtektir nemenda og starfsmanna skólans.
Í mötuneytinu stendur öllum nemendum 1.-6. bekkjar til boða að kaupa hádegisverð en matseðillinn er samsettur eftir fyrirmynd frá manneldisráði þar sem hollusta og fjölbreytni eru leiðarljósið. Matseðlana má sjá á heimasíðu skólans.